Kári Arnór Kárason

Kári Arnór Kárason vann öruggan sigur á jólamóti Goðans sem fór fram í gærkvöld á Húsavík. Kári Arnór vann allar sínar skákir 5 að tölu. Kári Arnór hafði ekki teflt á reiknuðu skákmóti síðan árið 2009 og er því óhætt að tala um mjög sterka endurkomu Kára að skákborðinu. Smári Sigurðsson varð annar með 4 vinninga og Rúnar Ísleifsson þriðji með 3 vinninga.

Kári Arnór Kárason
Lokastaðan
Rk. SNo Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1  TB2  TB3
1 8
Karason Kari Arnor ISL 0 Goðinn 5 0 5 11,5
2 1
Sigurdsson Smari ISL 1875 Goðinn 4 0 4 13
3 2
Isleifsson Runar ISL 1812 Goðinn 3 0 3 13,5
4 4
Johannsson Benedikt Thor ISL 1478 Goðinn 2,5 0 2 13,5
5 6
Smarason Kristjan Ingi ISL 1392 Goðinn 2 0 2 9
6 5
Asmundsson Sigurbjorn ISL 1426 Goðinn 1,5 0 1 12,5
7 7
Johannsson Jon Hafsteinn ISL 0 Goðinn 1 1 1 14,5
8 3
Adalsteinsson Hermann ISL 1600 Goðinn 1 0 1 12,5
Kári Arnór var með rating performance upp á 2353 stig í mótinu sem er ekki slæmt. Kári var þó ekki einn um að tefla í fyrsta skipti í langan tíma því bræðurnir Benedikt Þór Jóhannsson og Jón Hafsteinn Jóhannsson tóku þátt í sínu fyrsta móti á Húsavík í meira en áratug. Mótið á chess-results
Jón Hafsteinn – Benedikt Þór

Jólamót Goðans var lokaviðburður ársins 2022. Þó líður ekki mjög langur tími þar til næsti viðburður á vegum félagsins fer fram þar sem föstudaginn 13. janúar 2023 hefst Skákþing Goðans/Meistaramót 2023. Nánar um það síðar.

Skákfélagið Goðinn óskar sínum félagsmönnum farsældar á komandi ári og þakkar fyrir árið sem er að líða.