Pétur Pálmi Harðarson og Vigfús Ó. Vigfússon voru efstir og jafnir á hraðkvöldi Hugins sem haldið var mánudaginn 27. mars sl. Þeir enduðu báðir með 11,5v af 14 mögulegum og voru einnig jafnir á stigum svo ekki var skilið á milli. Þeir mættust í tveimur skákum í fyrstu viðureign. Sú viðureign endaði 1-1 en Pétur Pálmi sem var algerlega óskrifað blað í skákinni, þegar kom að þessu hraðkvöldi var virkilega óheppinn að vinna ekki 2-0. Þegar leið á hraðkvöldið náði Vigfús forystu en í lokaumferðinn þá tryggði Hörður Garðarsson syni sínum hlutdeild í efsta sætinu með því að gera jafntefli við Vigfús. Þetta voru mjög óvænt og skemmtileg úrslit sem fáir áttu von á þegar sest var að tafli.

Í þriðja og fjórða sæti komu jafnir með 10,5v Gunnar Nikulásson og Hörður Garðarsson en þeir voru einnig jafnir að stigum og deildu þriðja og fjórða sætinu. Það var viðeigandi að Pétur Pálmi fengi að draga í happdrættinu eftir frammstöðuna í þessari frumraun sinni í skákmótum. Upp koma tala Hjámars Sigurvaldasonar sem hefur verið nokkuð fengsæll í happdrætttinu undanfarið.  Næsta skákkvöld verður hraðkvöld mánudaginn 3. apríl.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Pétur Pálmi Harðarson, 11,5v/14
  2. Vigfús Ó. Vigfússon, 11,5v
  3. Gunnar Nikulásson, 10,5v
  4. Hörður Garðarsson, 10,5v
  5. Hjálmar Sigurvaldason, 5,5v
  6. Hörður Jónasson, 4v
  7. Pétur Jóhannesson, 1,5v
  8. Björgvin Kristbergsson, 1v

Úrslitin í chess-results: