Einar Dagur Brynjarsson vann eldri flokkinn með 3,5v af fimm  mögulegum en Sigurður Rúnar Gunnarsson vann yngri flokkinn með 4,5v af af fimm mögulegum. Í báðum flokkum voru tefldar 5 umferðir  og ekkert dæmi var þessu sinni en í yngri flokki voru í staðinn tvær stöðumyndir í þemaskák úr ítalska leiknum í fjórum fyrstu umferðunum. Sami umhugsunartími var í báðum flokkum eða 10 mínútur á hverja skák en eldri flokkurinn kláraðist samt tæpum hálftíma fyrr en sá yngri. Það tók vissulega tíma að setja upp stöðumyndirnar í yngri flokknum en ekki þennan tíma svo segja má meiri skákleg hugsun hafi farið fram í yngri flokknum á æfingunni en þeim eldri. Í eldri flokknum komu næstir Raya Sharifa og og Óttar Örn Bergmann Sigfússoni með 3v. Rayan var hærri á stigum og hlaut annað sætið en Óttar Örn það þriðja.
Í yngri flokkunum var Bergþóra Helga Gunnarsdóttir systir Sigurðar Rúnars önnur með 4v og þriðji var Brynjólfur Yan Brynjólfsson með 3,5v. Sigurður Rúnar vann á þessari  æfingu yngri flokkinn í fyrsta sinn. Kannski fær hann að spreyta í eldri flokknum áður en langt um líður. Það er dálítð athyglisvert með úrslitin í yngri flokknum að þau sem unni til verðlaun eiga það sameiginlegt að hafa með einhverjum hætti verið að tefla um helgina..

Í æfingunni tóku þátt: Einar Dagur Brynjarsson, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Brynjar Haraldsson,  Andri Hrannar Elvarsson, Garðar Már Einarsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Jóhann Már Guðjónsson,  Zofia Momuntjuk, Hans Vignir Gunnarsson, Adrian Efraím Beniaminsson Fer,  Alfreð Dossing, Gunnar Freyr Valsson, Wiktoria Momuntjuk,  og Trausti Theódór Helgason.

Næsta æfing verður mánudaginn 27. mars 2017 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.