Rayan Sharifa sigraði með fullu húsi 6,5v á Huginsæfingu þann 27. mars sl. en fleiri vinninga var ekki hægt að fá á æfingunni. Skákirnar voru fimm og 1,5v var hægt að fá fyrir að leysa öll sex dæmin á æfingunni rétt og fór Rayan í gegnum þetta bæði tap og villulaust. Annar var Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 5,5v en síðan komu Einar Dagur Brynjarsson og Brynjólfur Yan Brynjólfsson með 4,5v.  Einar Dagur var hærri á stigum og hlaut þriðja sætið en Brynjólfur það fjórða.
Í þetta sinn voru dæmin 6 sem leysa átti á æfingunni. Gefinn var hálfur vinningur fyrir að leysa tvö dæmi rétt og því mest hægt að fá 1,5v fyrir dæmin. Dæmin voru nokkuð mörg og þurftu flestir að halda vel á spöðunum til að komast yfir þau öll. Sumir höfðu séð eitthvað af þeim áður en aðrir voru að glíma við þau í fyrsta sinn. Helst áttu krakkarnir í erfiðleikum með að koma lausnunum rétt niður á blað þótt þau væru með rétta hugmynd..

Í æfingunni tóku þátt: Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Einar Dagur Brynjarsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Garðar Már Einarsson, Hans Vignir Gunnarsson, Gunnar Freyr Valsson,  Adrian Efraím Beniaminsson Fer,  Eyþan Már Einarsson, Jóhann Már Guðjónsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Alfreð Dossing og Trausti Theódór Helgason.

Næsta æfing verður mánudaginn 3. apríl 2017 og hefst kl. 17.15. Sú æfing er jafnframt forkeppni fyrir Reykjavík Barna Blitz og gefa tvö efstu sætin á æfingunni  sæti í úrslitum sem fram fara samhliða Reykjavíkurskákmótinu sem hefst eftir páska. Reykjavík Barna Blitz er fyrir börn fædd 2004 og síðar og er miðað við að þátttakendur á þeim aldri tefli í einum flokki á æfingunni en þau eldri verði í sér flokki. Æfingin verður reiknuð til hraðskákstiga. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.

Dæmin á æfingunni:

Svartur á leik. Getur hvítur unnið eða er staðan jafntefli.

——–

Svartur á leik. Getur hvítur unnið eða er staðan jafntefli.

———

Hvítur á leik. Hver er besti leikur hvíts.

———

Hvítur á leik. Finna á bestu leiðina fyrir hvítan miðað við besta svar svarts (tveir leikir fyrir hvítan)

———-

Hvítur á leik. Finna á bestu leiðina fyrir hvítan miðað við besta svar svarts (tveir leikir fyrir hvítan)

———-

Hvítur á leik. Finna á bestu leiðina fyrir hvítan (mát í tveimur eða drottning svarts fellur)