Rúnar Ísleifsson. Mynd: David Llada

Rúnar Ísleifsson vann mjög öruggan sigur á Skákþingi Goðans 2023 sem lauk nú um helgina. Sigur Rúnars á mótinu var mjög afgerandi þar sem Rúnar vann alla sína andstæðinga sjö að tölu. Rúnar Ísleifsson var að vinna sinn sjötta meistaratitil hjá Goðanum og hefur enginn unnið titilinn oftar. Smári Sigurðsson varð annar í mótinu með 6 vinninga og Kristján Ingi Smárason varð þriðji með 4 vinninga.

Skákþing Goðans 2023 var nú haldið í 20 skiptið og aðeins einu sinni áður hefur mótið unnist á fullu húsi. Það var árið 2020, en þá vann umræddur Rúnar líka mótið.

Alls tóku 8 keppendur þátt í mótinu og tefldu allir við alla. Tímamörk voru 60+30.

Verðlaunaafhending mun fara fram á næstu skákæfingu. Skákir úr mótin má skoða hér neðst í fréttinni.

Lokastaðan í mótinu.

Rk. SNo Name FED Rtg Club/City Pts.  TB1  TB2  TB3
1 6
Runar, Isleifsson ISL 1813 Goðinn 7 0 7 21,00
2 2
Smari, Sigurdsson ISL 1809 Goðinn 6 0 6 15,00
3 4
Kristjan Ingi, Smarason ISL 1419 Goðinn 4 0 3 7,50
4 7
Ingi Haflidi, Gudjonsson ISL 0 Goðinn 3,5 1 3 6,50
5 1
Hermann, Adalsteinsson ISL 1550 Goðinn 3,5 0 3 6,00
6 5
Hilmar Freyr, Birgisson ISL 1271 Goðinn 3 0 3 4,50
7 3
Aevar, Akason ISL 1437 Goðinn 1 0 1 0,00
8 8
Sigurbjorn, Asmundsson ISL 1350 Goðinn 0 0 0 0,00

Mótið á chess-results.

Alla skákir úr mótinu má skoða hér fyrir neðan.