Skáknámskeið í vetur

Skákfélagið mun í vetur eins og síðustu 2 vetur standa fyrir skáknámskeiðum fyrir börn og unglinga á sínu starfssvæði. Einnig mun félagið halda skólaskákmót í skólum sýslunnar og svo verður sýslumótið í skólaskák í mars. 

Goðinn mun síðan halda helgarnámskeið í skák einhverja helgina í vetur, en þó líklega ekki fyrr en eftir áramót. Félagið hefur fengið vilyrði fyrir því að skákskólinn undir stjórn Helga Ólafssonar stórmeistara muni koma í heimsókn til okkar. Nánari tímasetning á námskeiði skákskólans verður tilkynnt síðar.