Rúnar og Smári hlið við hlið í deildó

Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson urðu efstir og jafnir á skákæfingu sem fram fór í gær á Húsavík. Báðir fengu þeir 3 vinninga. Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann.

Smári Sigurðsson           3 af 4
Rúnar Ísleifsson             3 af 4
Hermann Aðalsteinsson  2,5
Kristján Ingi Smárason   1,5
Ingi Hafliði Guðjónsson   0

Ingi Hafliði Guðjónsson nýjasti félagsmaður Goðans var að mæta á sína fyrstu skákæfingu hjá Goðanum og þó svo að hann hafi ekki unnið skák var hann ansi nálægt því. Ingi var með hartnær unnið á Hermann og gat þvingað fram jafntefli gegn Rúnari.

Ingi Hafliði Guðjónsson

Næsti viðburður hjá félaginu er hið árlega Atskákmót Goðans sem fram fer 12 nóvember á Húsavík. Nánar hér…