Janúarmót Hugins hófst á Húsavík og á Vöglum um sl. helgi. Í Austur-riðli sem tefldur er á Húsavík er Smári Sigurðsson efstur með 2,5 vinninga þegar þremur umferðum er nánast lokið og Ævar Ákason er í öðru sæti með 2 vinninga. Hlynur Snær Viðarsson sem er með 1,5 vinning getur þó náð Smára og Ævari að vinningum þar sem hann á inni frestaða skák gegn Sigurði Daníelssyni. Einnig er ólokið viðureign Sighvats og Heimis frá því í fyrstu umferð. Staðan í Austur-riðli á chess-results

januaramotid

Þegar öllum skákum í 1-3. umferð í Vestur-riðli er lokið er staðan sú að Rúnar Ísleifsson er efstur með 2,5 vinninga og Karl Egill Steingrímsson og Ármann Olgeirsson hafa tvo vinninga hvor. Staðan í Vestur-riðli á chess-results

Riðlakeppnin klárast um helgina en þá verða tefldar síðustu tvær umferðirnar í báðum riðlum.