Ársþing HSÞ var haldið á Grenivík í gær. Það voru m.a. valið íþróttafólk ársins í hinum ýmsu greinum samkvæmt venju og varð Smári Sigurðsson fyrir valinu sem skákmaður ársins 2022.

Í greinargerð með valinu segir eftirfarandi.

Smári Sigurðsson átti einstaklega gott ár við skákborðið. Hann vann 4 titla af 5 mögulegum sem keppt er um árlega hjá Skákfélaginu Goðanum. Hann varð Héraðsmeistari HSÞ 2022 í skák í febrúar, en hann vann alla sína andstæðinga á héraðsmótinu.

Hann varð skákmeistari Goðans 2022 þegar hann vann sigur á Skákþingi Goðans/Meistaramót í apríl og fór taplaus í gegnum það mót.

Smári varð síðan Atskákmeistari Goðans 2022 í nóvember án þess að tapa skák.

Smári innsiglaði síðan gott ár með því að verða Hraðskákmeistari Goðans í desember, þar sem hann vann 13 skákir og gerði bara eitt jafntefli.

Litlu munaði að Smári bætti 5 titlinum við á Janúarmóti Goðans 2022 en þar varð hann jafn sigurvegaranum að vinningum en örlítið lægri á oddastigum.

Smári tefldi alls 31 skák á þessum 5 mótum. Hann vann 24 skákir, gerði 7 jafntefli, en tapaði engri skák.

Smári Sigurðsson er því skákmaður HSÞ árið 2022.