Gaman væri að sjá sem flesta félagsmenn og velunnara nú þegar teikn eru á lofti um breytingar á starfseminni.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

(1) Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
(2) Flutt skýrsla stjórnar.
(3) Lagðir fram reikningar félagsins sem ná yfir síðastliðið almanaksár.
(4) Umræður um störf stjórnar og afgreiðsla reikninga.
(5) Kosning formanns og varaformanns.
(6) Kosning stjórnar
(7) Kosnir tveir endurskoðendur að reikningum félagsins.
(8) Formleg inntaka nýrra félagsmanna
(9) Félagsgjöld ákvörðuð.
(10) Lagabreytingatillögur sem séu löglega boðaðar
(11) Önnur mál.

Pálmi R. Pétursson er formaður félagsins og Hermann Aðalsteinsson varaformaður.
Aðrir í stjórn eru Kristján Eðvarðsson, Jón Þorvaldsson, Sigurbjörn Ásmundsson, Jón Eggert Hallsson og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.