Dagskrá

Æfinga og mótaáætlun Goðans 2023-24. Chess events 2023-24

jan
20
Fös
Skákþing Goðans – Meistaramót 2023 @ Framsýn
jan 20 @ 19:30 – jan 22 @ 17:00
Skákþing Goðans - Meistaramót 2023 @ Framsýn

Ákveðið hefur verið að halda Skákþing Goðans/Meistaramót 2023 helgina 20-22 janúar á Húsavík. Til stóð að halda mótið helgarnar 13-15 og 20-21 janúar, en nú hefur verið horfið frá því, þar sem útlit var fyrir dræma þátttöku. Í samráði við þegar skráða keppendur, var því ákveðið að færa mótið til 20-22 janúar. Mótinu var jafnframt breytt í 5 umferða swiss mót með 60 mín umhugsunartíma og 30 sek í viðbótartíma á hvern leik. Mótið verður reiknað til kappskákstiga FIDE.

Dagskrá: (með fyrirvara um leiktíma Íslands á HM)

1. umferð föstudaginn 20 janúar kl 19:30
2. umferð laugardaginn 21 janúar kl 10:00
3. umferð laugardaginn 21 janúar kl 13:30
4. umferð sunnudaginn 22 janúar kl 10:00
5. umferð sunnudaginn 22 janúar kl 13:30

Ísland spilar væntanlega í milliriðli á HM í handbolta þessa helgi og á leika 20 og 22 janúar. Nákvæmir leiktímar liggja ekki fyrir en hugsanlegt en hugsanlegt er að breyta þurfi dagskrá mótins og hnika umferðum til. Leiktímar á HM ættu að liggja fyrir snemma í næstu viku og þá er hægt að taka endanlega ákvörðun um nákvæmar tímasetningar á öllum umferðunum.

Mótið er opið öllum áhugasömum sem eru með minna en 2400 skákstig og er ókeypis í það. Einungis innvígðir félagsmenn Goðans geta unnið til verðlauna.

Skárningarfrestur í mótið rennur út á hádegi föstudaginn 20 janúar og verður þá hægt að para í 1. umferð upp úr því. Ekki verður hægt að skrá sig í mótið eftir þann tíma. Skráning fer fram á lyngbrekku@simnet eða í síma 8213187.

Mótið á chess-results.

jan
31
Þri
Skákþing Goðans 2023 Framsýn/Vaglir @ Vaglir
jan 31 @ 20:30 – 23:00
Skákþing Goðans 2023 Framsýn/Vaglir @ Vaglir

Valdar skákir verða tefldar í Skákþingi Goðans 2023

feb
1
Mið
Skákþing Goðans 2023 Framsýn/Vaglir @ Vaglir
feb 1 @ 20:30 – 23:00
Skákþing Goðans 2023 Framsýn/Vaglir @ Vaglir

Valdar skákir verða tefldar í Skákþingi Goðans 2023

mar
18
Lau
Íslandsmót skákfélaga @ Fjölnishöllin
mar 18 @ 11:00 – mar 19 @ 15:00
Íslandsmót skákfélaga @ Fjölnishöllin

Seinni hluti Íslandsmóts skákélaga 2022-23 fer fram helgina 18-19 mars í Fjölnishöllinni í Reykjavík. Nánari upplý. síðar

mar
29
Mið
R-Open – Smári, Kristján og Sighvatur @ Harpa
mar 29 @ 15:00 – apr 4 @ 16:00
R-Open - Smári, Kristján og Sighvatur @ Harpa

Goðamennirnir Smári Sigurðsson, Kristján Ingi Smárason og Sighvatur Karlsson taka þátt í mótinu. 380 keppendur skráðir sem er met. Líklega verða fleiri en 400 keppendur á mótinu.