
Elsa María Kristínardóttir sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var á skákdaginn 26. janúar sl. Elsa María fékk 6,5v í sjö skákum og jafnteflið var við Örn Leó Jóhannsson sem varð þriðji á hraðkvöldinu. Elsa María lagði grunninn að sigrinum með því að vinna Vigfús Ó. Vigfússon í lokaumferðinn sem féll við það niður í annað sætið og varð að sætta sig við það þegar upp var staðið. Elsa María dró svo Hjálmar Sigurvaldason í lok hraðkvöldsins og völdu þau bæði pizzu frá Dominos. Næsta hraðkvöld verður svo mánudaginn 2. febrúar nk.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
- Elsa María Krisínardóttir, 6,5v/7
- Vigfús Ó. Vigfússon, 6v
- Örn Leó Jóhannsson, 5,5v
- Hörður Jónasson, 4v
- Hjálmar Sigurvaldson, 2v
- Sigurður Freyr Jónatansson 1,5v
- Stefán Orri Davíðsson, 1,5v
- Björgvin Kristbergsson 1v