P10304894. umferð Nóa Siríus mótsins – Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiðabliks, var með rólegra móti. Úrslit urðu að lang mestu leyti skv. bókinni góðu ef frá eru taldar tvær viðureignir:

Guðmundur Halldórsson (2219) – Jón Trausti Harðarson (2067) 0 – 1

Heimir Páll Ragnarsson (1490) – Sigurður J Gunnarsson (1921) 1/2 – 1/2

 

 

P1030490Af öðrum áhugaverðum úrslitum má nefna að tveir af þrem stigahæstu mönnum mótsins (JVG er jafn GM Þresti með 2433) IM Karl Þorsteins (2456) og GM Þröstur Þórhallsson (2433) gerðu stutt jafntefli á 1. borði og IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) vann snaggaralegan sigur gegn BM Stefáni Bergssyni (2085) á 2. borði.

Fjórir skákmenn eru nú efstir og jafnir með 3,5 vinninga af 4: GM Þröstur Þórhallsson (2433),  IM Jón Viktor Gunnarsson (2433) FM Guðmundur Gíslason (2315) og Jón Trausti Harðarson (2067).

Árangur Jóns Trausta vekur athygli en kemur þó P1030475ekki á óvart enda vitað að hann stendur undir mun fleiri skákstigum en núverandi mælingar gefa til kynna. Þá er Jón Trausti einning í hópi efstu manna á Skákþingi Reykjavíkur þar sem hann mokar inn skákstigum.

Næsta umferð Nóa Siríus mótsins verður afar spennandi. Á efstu borðunum mætast:

1. borð: GM Þröstur Þórhallsson og FM Guðmundur Stefán Gíslason
2. borð: Jón Trausti Harðarson og IM Jón Viktor Gunnarsson
3. borð: Dagur Ragnarsson og IM Karl Þorsteins
4. borð: WGM Lenka Ptácníková og Hrafn Loftsson
5. borð: Gunnar Freyr Rúnarsson og Kristján Eðvarðsson