Elsa María Kristínardóttir
Elsa María Kristínardóttir

Elsa María Kristínardóttir sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var á skákdaginn 26. janúar sl. Elsa María fékk 6,5v í sjö skákum og jafnteflið var við Örn Leó Jóhannsson sem varð þriðji á hraðkvöldinu. Elsa María lagði grunninn að sigrinum með því að vinna Vigfús Ó. Vigfússon í lokaumferðinn sem féll við það niður í annað sætið og varð að sætta sig við það þegar upp var staðið. Elsa María dró svo Hjálmar Sigurvaldason í lok hraðkvöldsins og völdu þau bæði pizzu frá Dominos. Næsta hraðkvöld verður svo mánudaginn 2. febrúar nk.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Elsa María Krisínardóttir, 6,5v/7
  2. Vigfús Ó. Vigfússon, 6v
  3. Örn Leó Jóhannsson, 5,5v
  4. Hörður Jónasson, 4v
  5. Hjálmar Sigurvaldson, 2v
  6. Sigurður Freyr Jónatansson 1,5v
  7. Stefán Orri Davíðsson, 1,5v
  8. Björgvin Kristbergsson 1v