The Dublin International Open 2024 mótið í skák hófst í kvöld á Talbot hótelinu í Dublin. Í opna flokknum vann Unnar Ingvarsson sinn andstæðing og Smári Sigurðsson gerðu jafntefli. Kristján Ingi Smárason og Adam Ferenc Gulyas lutu í gras fyrir stigahærri andstæðingum.

Í 40+ flokknum lutu Hermann Aðalsteinsson og Erlingur Jensson einnig í gras gegn stigahærri andstæðingum

Í 65+ flokknum töpuðu Lárus Sólberg Guðjónsson og Lárus H Bjarnason fyrir stigahærri andstæðingum.

Pörun fyrir 2. umferð í fyrramálið liggur fyrir sem skoða má á chess-results hér fyrir neðan

Opni flokkurinn á chess-results 

40 +

65 +

Beinar útsendingar eru frá efstu borðunum í öllum flokkum.