7 umferða mót frá fimmtudagskvöldi 13 mars til sunnudags 16 mars.
2 umferðir á dag. Tímamörk verða 90 mín +30 sek/leik í viðbótartíma
Opinn flokkur: 2100 + og U-2100 flokkur.
Má taka 2 sinnum hálfs vinnings bye í mótinu þó ekki í 7. umferð
Þátttökugjald verður 10.000 kr á mann (70 evrur, 60 pund)
Það verður teflt í Skjólbrekku og erlendir keppendur gista á Sel-hóteli, Einnig innlendum boðsgestir (GM og IM) Það er um 500 metra labb frá Sel-hóteli að Skjólbrekku.
Erlendir skáktúristar (U-2100) geta auðvitað valið sér aðra gistingu, enda nægt framboð af gistingu í Mývatnssveit, en ekki allt í göngufæri við keppnisstað. Stefnum á Hraðskákmót í Sel-hótelinu á miðvikudagskvöldinu sem verður hugsað fyrir erlenda keppendur og Goðamenn og SA keppendur + alla áhugasama. Hægt að hafa skoðunarferð í Jarðböðin á mánudeginum eftir mót og kanski atskákmót á Sel-hótelinu.
Við erum að horfa mikið til þess að fá erlenda keppendur með beinu flugi til Akureyrar með EasyJet frá London og Manchester svæðinu. Því miður er bara flogið á þriðjudögum og laugardögum, sem setur okkur ákveðnar skorður. (Ef flogið væri á fimmtudögum og mánudögum liti þetta öðruvísi út). Það liggur því fyrir að það þarf alltaf að tefla eitthvað á virkum dögum sama hvaða fyrirkomulag er valið. Það setur innlendum keppendum ákveðnar skorður.
Meira síðar……