Verðlaunahafar á Framsýnarmótinu 2016

Jón Kristinn Þorgeirsson (SA) vann mjög öruggan sigur á Framsýnarmótinu í skák sem lauk á Húsavík í dag. Jón vann allar sjö skákirnar sem hann tefldi og endaði með 2,5 vinninga forskot á næstu menn. Í 2-5. sæti urðu þeir Þröstur Árnason, Sigurður Eiríksson (SA), Tómas Veigar Sigurðarson og Smári Sigurðsson með 4,5 vinninga.

Jón Kr. Þorgeirsson
Jón Kr. Þorgeirsson

Þrír efstu menn í flokki Huginsmanna og þrír efstu utanfélagsmenn fengu eignarbikara fyrir sinn árangur og síðan var dregið úr hópi keppenda um hverjir fengu þrjú gjafabréf fyrir tvo í Jarðböðin í Mývatnssveit. Þeir heppnu voru Vigfús Vigfússon, Sighvatur Karlsson og Sigurbjörn Ásmundsson.

Fyrirtækið Eflir almannatengsl, veitti sérstök verðlaun á Framsýnarmótinu 2016 í formi úttektar fyrir 20.000 krónur í skákbókasölunni hjá Stefáni Bergssyni, fyrir mestu stigabætinguna. Það var Jón Kristinn Þorgeirsson sem hreppti þau verðlaun og kom það engum á óvart eftir glæsilega frammistöðu hans í mótinu.

Alls tóku 18 keppendur þátt í mótinu, sem var hin mesta skemmtun.

 

Mótsstjóri á Ingibjörg Edda Birgisdóttir.

 

 

Verðlaunahafar á Framsýnarmótinu 2016
Verðlaunahafar á Framsýnarmótinu 2016

 

Mótið á chess-results

Lokastaðan

Rk. SNo Name FED Rtg Pts.  TB1  TB2  TB3
1 3 Thorgeirsson Jon Kristinn ISL 2124 7,0 28,5 20,5 28,50
2 1 FM Arnason Throstur ISL 2247 4,5 31,0 21,0 17,75
3 8 Eiriksson Sigurdur ISL 1915 4,5 25,5 18,5 12,25
4 6 Sigurdarson Tomas Veigar ISL 1937 4,5 25,0 18,5 14,50
5 9 Sigurdsson Smari ISL 1861 4,5 22,5 17,0 12,75
6 4 Arnarson Sigurdur ISL 2050 4,0 31,0 21,0 15,25
7 5 Vigfusson Vigfus ISL 1965 4,0 30,0 20,0 14,75
8 7 Bjorgvinsson Andri Freyr ISL 1930 4,0 29,0 19,0 13,75
9 11 Kristinardottir Elsa Maria ISL 1812 4,0 23,0 17,5 11,00
10 2 FM Sigfusson Sigurdur ISL 2239 3,5 31,5 21,5 13,50
11 12 Danielsson Sigurdur ISL 1758 3,5 26,5 19,5 9,00
12 13 Einarsson Oskar Long ISL 1673 3,0 24,5 17,5 9,00
13 10 Isleifsson Runar ISL 1831 3,0 18,5 14,0 3,00
16 Karlsson Sighvatur ISL 1295 3,0 18,5 14,0 3,00
15 14 Adalsteinsson Hermann ISL 1616 3,0 18,0 14,0 3,00
16 15 Asmundsson Sigurbjorn ISL 1465 2,0 19,0 14,5 1,00
17 18 Wypior Piotr ISL 0 1,0 19,0 15,0 0,00
18 17 Vilhjalmsson Hilmir ISL 0 0,0 20,0 14,5 0,00

 

Óskar Long og Sigurður Daníelsson
Óskar Long og Sigurður Daníelsson
Elsa María og Rúnar Ísleifsson
Elsa María og Rúnar Ísleifsson
Sigurður Eiríksson og Smári Sigurðsson
Sigurður Eiríksson og Smári Sigurðsson
Vigfús Vigfússon og Tómas Veigar Sigurðarson
Vigfús Vigfússon og Tómas Veigar Sigurðarson
Hermann Aðalsteinsson og Óskar Long Einarsson
Hermann Aðalsteinsson og Óskar Long Einarsson
Verðlaunahafar
Verðlaunahafar