Gawain breskur meistari í skák.

Goðamaðurinn Gawain Jones (2655) varð í dag breskur meistari í skák.  Jones varð efstur ásamt stórmeistaranum Stephen Gordon (2539) en þeir hlutu 9 vinninga í 11 skákum en sjálfu mótinu lauk í gær.  Þeir tefldu úrslitaeinvígi með atskákfyrirkomulagi í dag og þar hafði Gawain betur.  Dawid Howell (2620) varð þriðji með 8,5 vinning en þessir þrír höfðu yfirburði.

Iceland October 2011

Alls tóku 65 skákmenn þátt í efsta flokki mótsins.  Þar á meðal voru 7 stórmeistarar.   Mótið nú var það 99. í sögunni og aldrei áður hefur breska meistaramótið farið fram jafn norðanlega í Englandi en mótið er jafnframt meistaramót Englands.

Til hamingju Gawain.

Heimasíða Breska meistaramótsins