Létt stemning við verðlaunaafhendinguna

Hjörvar Steinn fór með sigur af hólmi í aðal mótinu. Gauti Páll Jónsson vann B-flokkinn og Guðmundur Kjartansson bar sigur úr býtum í hraðskákinni.

Hjörvar Steinn Grétarsson tekur við sigurverðlaunum Skákhátíðar MótX 2019 úr höndum Hilmars Viggóssonar og Jóns Þorvaldssonar

Skákhátíð MótX lauk á þriðjudaginn síðasta með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu í Björtuloftum Breiðabliksstúku.

 

Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum og þeir voru margir sem fóru heim með vegleg verðlaun í farteskinu. Skákhátíð MótX er árlegt gestaskákmót í sameiginlegri forsjá Skákfélags Hugins og Skákdeildar Breiðabliks. Síðustu ár hefur byggingarfélagið MótX verið aðal styrktaraðili mótsins og léð mótinu nafn þess. Hilmar Viggósson, einn aðstandenda MótX, aðstoðaði forsprakkana Jón Þorvaldsson og Halldór Grétar Einarsson við verlaunaafhendinguna.  Til gamans má geta þess að Hilmar er sjálfur sterkur skákmaður og fylgdist grannt með tilþrifum í hraðskákinni þar sem Guðmundur Kjartansson fór með öruggan sigur af hólmi.

 

Í aðal mótinu sigraði Hjörvar Steinn Grétarsson með sex og hálfan vinning í sjö umferðum. Hann gaf einungis eftir hálfan punkt vegna yfirsetu. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Hjörvari sem stóð einnig uppi sem sigurvegari á Skáþingi Reykjavíkur á dögunum. Í síðustu umferð áttust þeir einmitt við, Hjörvar Steinn og Guðmundur Kjartansson í hreinni úrslitaskák. Það er við hæfi að rifja upp einkar skemmtileg endalok þeirrar skákar.

 

Guðmundur Kjartansson, Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson lentu í 3-6 sæti á Skákhátíð MótX ásamt Jóhanni Hjartarsyni
Birkir Ísak Jóhannsson, Gauti Páll Jónsson, Stephan Briem, Gunnar Erik Guðmundsson og Páll Andrason urðu efstir í B-flokki á Skákhátíð MótX
Birkir Ísak Jóhannsson Unglingameistari Breiðabliks 2019, Halldór Grétar Einarsson formaður Skákdeildar Breiðabliks, Gunnar Erik Guðmundsson sem varð efstur 14 ára og yngri, Magnús Pálmi Örnólfsson Skákmeistari Breiðabliks 2019 og Hilmar Viggósson frá MótX.
Glaðbeittir sigurvegarar á hraðskákmóti MótX 2019
Aðstandendur mótsins: Jón Þorvaldsson, skipuleggjandi af hálfu Skákfélagsins Hugins, Vigfús Vigfússon, skákstjóri, Hilmar Viggósson, fulltrúi MótX, og Halldór Grétar Einarsson, skipuleggjandi af hálfu Skákdeildar Breiðabliks.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ögurstund Skákhátíðar MótX

Hjörvar Steinn Grétarsson og Guðmundur Kjartansson tefldu úrslitaskák í lokaumferðinni. Þegar hér var komið sögu var allsvakalegt að lítast um á vígvellinum. Allt virtist í uppnámi, valkyrjur boðuðu feigð og erfitt var að henda reiður á stöðunni. En stríðsgæfan lagðist á sveif með svörtum:

  1. – Rh3+! 35.Hxh3 He1+! 36.Kg2 Bxh3+

Hvíta drottningin fellur í valinn og hvítur gafst því upp.

Úrslit á Skákhátíð MótX urðu eftirfarandi:

 

A-flokkur

1.sæti GM Hjörvar Steinn Grétarson 6,5 vinningar

2.sæti GM Bragi Þorfinnsson 5,5 vinningar

  1. sæti IM Guðmundur Kjartansson 4,5 vinningar

 

B-flokkur

1.sæti Gauti Páll Jónsson 5,5 vinningar

2.sæti Páll Andrason 5,5 vinningar

3.sæti Birkir Ísak Jóhannsson 5 vinningar

 

Hraðskákmeistari MótX

1.sæti IM Guðmundur Kjartansson 8 vinningar

2.sæti FM Dagur Ragnarsson 6,5 vinningar

3.sæti GM Margeir Pétursson 6 vinningar

 

MótX 65+ meistarinn

1.sæti Björgvin Víglundsson 3,5 vinningar

 

MótX 50+ meistarinn

1.sæti GM Jón L Árnason 4,5 vinningar

2.sæti GM Þröstur Þórhallsson 4,5 vinningar

3.sæti GM Jóhann Hjartarson 4,5 vinningar

 

Skákmeistari Breiðabliks

  1. sæti Magnús Pálmi Örnólfsson 4 vinningar
  2. sæti IM Dagur Arngrímsson 4 vinningar

3.sæti Jóhann Ingvason 4 vinningar

 

Unglingameistari Breiðabliks

  1. sæti: Birkir Ísak Jóhannsson 5 vinningar
  2. sæti: Stephan Briem 5 vinningar
  3. sæti: Gunnar Erik Guðmundsson 5 vinningar

 

Skákstjóri var Vigfús Vigfússon.