Þrjú stutt en reiknuð mót/æfing til Fide-skákstiga eru framundan á næstu dögum. Mánudagskvöldið 17 apríl kl 20:00 fer fram fyrsta Godinn Blitz mótið, sem reiknað verður til hraðskákstiga og er skráning í það mót hafin. Mótið fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík.

18. apríl kl 16:00-17:30 verður síðan síðasti Skákdagur Völsungs í Vallarhúsinnu við PCC völlinn á Húsavík.

Sumardaginn fyrsta 20. apríl kl 14:00, fer svo fram Godinn rapid sem verður reiknað til atskákstiga. Mótið verður í Framsýnarsalnum á Húsavík.

Síðasta reiknaða mótið/æfing Godinn Blitz 2 fer svo fram mánudagskvöldið 24. apríl kl 20:00 í Framsýnarsalnum.

25. apríl fer síðan fram fyrsta skákmót Völsungs í Vallarhúsinu. Það mót er ætlað áhugasömum félagsmönnum í Völsungi.

Laugardaginn 6. maí kl 14:00 verður síðasta mót/æfing Maíhraðskákmót Goðans haldið. Það verður að Vöglum í Fnjóskadal . Mótið verður reiknað til Fide-hraðskákstiga.