Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson
Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson

Síðari einvígisskákir í úrslitakeppni skákþings Goðans fóru fram sl. þriðjudagskvöld á Laugum. Smári Sigurðsson og Rúnar Ísleifsson gerðu jafntefli í seinni skákinni um sigur í mótinu og þar sem það varð jafntefli í þeirri fyrri þarf bráðabana til að skera úr um sigurvegara Skákþings Goðans 2024.

Jakob Sævar Sigurðsson vann Kristján Inga Smárason í seinni skák þeirra um 3. sætið í mótinu og það þarf líka bráðabana til að skera úr um úrslit þar sem Kristján vann fyrri skákina.

Sigmundur Þorgrímsson vann Ævar Ákason í seinni einvígisskák þeirra um 9. sætið í mótinu á Laugum og þar sem fyrri skákinni lauk með sigri Ævars þrufti bráðabana til. þeir tefldu bráðabanann strax í kjölfarið og þar hafði Ævar betur 2-1.

Adam Ferenc Gulyas vann Inga Hafliða Guðjónsson 2-0 í baráttuinni um 5. sætið og Hermann Aðalsteinsson vann Dorian Lesman 1,5-0,5 um 11. sætið. Árangur Adams er athyglisverður þar sem þetta var fyrsta kappskákmótið sem hann tekur þátt í.

Bráðabana skákirnar fara fram nk. mánudagskvöld kl 20:00 í Framsýnarsalnum á Húsavík. Þá verða tefldar tvær hraðskákir og síðan armageddon-skák verði enn jafnt. Að þeim loknum liggur fyrir hver verður Skákmeistari Goðans 2024 !

Staðan í mótinu.

1-2 Rúnar Ísleifsson og Smári Sigurðsson  (1-1)
3-4 Kristján Ingi Smárason og Jakob Sævar Sigurðsson (1-1)
5.   Adam Ferenc Gulyas (2-0)
6.   Ingi Hafliði Guðjónsson (0-2)
7-8 Ingimar Ingimarsson og Hilmar Freyr Birgisson ( ?-? )
9.   Ævar Ákason  (1-1) og (2-1)
10. Sigmundur Þorgrímsson (1-1) og (1-2)
11. Hermann Aðalsteinsson  (1,5 – 0,5)
12. Dorian Lesman  (0,5-1,5)

Einungis tvær einvígisskákir eru eftir í úrslitakeppni Skákþings Goðans 2024. Ingimar Ingimarsson og Hilmar Freyr Birgissson eiga báðar skákirna eftir og fer fyrri skákin fram í kvöld kl. 19:30. Seinni skákin er á dagskrá á þriðjudagskvöldið.

Mótið á chess-results.

Jakob Sævar og Kristján Ingi.
Jakob Sævar og Kristján Ingi
Sigmundur Þorgrímsson og Ævar Ákason