Fimmta umferð Skákhátíðar MótX var tefld þriðjudagskvöldið 6. febrúar. Þessi umferð var sú æsilegasta á mótinu hingað til, þrungin þvílíkri spennu og flækjum að við lá skammhlaupi í taugakerfum teflenda frammi fyrir agndofa áhorfendum.

A flokkur

Efstur fyrir umferðina var Suðurnesjamaðurinn geðþekki, Björgvin Jónsson, með 31/2 vinning en hann sat yfir að þessu sinni. Á efsta borði öttu stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson kappi í rammaslag miklum. Jóhann tefldi byrjunin hratt og náði þannig forskoti á tíma er reyndist skipta máli þegar á leið. Eftir mannsfórn Jóhanns á g7 kom upp gríðarflókið tafl þar sem Hjörvar Steinn hafði tvo menn fyrir hrók en möguleikarnir voru svo margslungnir að erfitt var fyrir mennskan heila að tæma stöðuna. Hvortveggi fékk færi á að hrifsa til sín vinninginn en að lokum veitti Jóhann betur. Vel tefld skák en ekki hnökralaus.

Á öðru borði mættust stórmeistararnir og Huginskapparnir Hannes Hlífar og Þröstur Þórhallsson. Hannes, sem stýrði hvítu mönnunum, langhrókaði og náði sóknarfærum gegn kóngi svarts. Þröstur varðist þeim hótunum fimlega en upp kom að lokum endatafl þar sem veikleikarnir í kringum kóng svarts riðu baggamuninn.

Jón Viktor fékk snemma betra tafl og vann peð gegn Baldri sem varðist af útsjónarsemi en varð að játa sig sigraðan. Helgi Áss kom Halldóri Grétari á óvart í byrjun með óvenjulegri leikjaröð. Hann náði smám saman tökum á miðtaflinu og vann mann og þar sem Halldóri Grétari tókst ekki að tryggja frípeði sínu sæluvist í himnaríki 8. reitaraðarinnar voru örlög svarts ráðin. Jón L. fékk þægilegra tafl gegn Oliver, tefldi markvisst eins og hans er háttur og knúði fram sigur í endatafli.

Örn Leo tefldi af mikilli varfærni gegn Þorsteini Þorsteinssyni sem vann mann með lúmskri gildru. En Arnarljónið var ekki á því að láta í minni pokann heldur braust inn bakdyramegin hjá bóndanum á Steinastöðum og knúði fram jafntefli. Kristján Eðvarðsson lagði Bárð Örn laglega, Ingvar Þór sveið félaga sinn í Hugin, Sigurð Daða, peði yfir í endatafli og Vignir Vatnar sigraði Guðmund Halldórsson nokkuð snaggaralega.

TR-ingarnir Björn Þorfinnsson og Daði Ómarsson sættust á skiptan hlut og sömu sögu var að segja af Huginskempunum Ásgeiri og Lenku þar sem Ásgeir náði ekki að ryðja sér sigurbraut í örlítið betra endatafli.

 

Skákhátíð MótX – Úrslit 5. umferðar
Nafn Stig Vinn. Úrslit Vinn. Nafn Stig
GM Hjartarson Johann  2536 3 1 – 0 3 GM Gretarsson Hjorvar Steinn  2565
GM Stefansson Hannes  2523 1 – 0 3 GM Thorhallsson Throstur  2418
IM Gunnarsson Jon Viktor  2466 1 – 0 Kristinsson Baldur  2185
FM Einarsson Halldor Gretar  2236 0 – 1 GM Gretarsson Helgi Ass  2441
FM Johannesson Oliver  2277 2 0 – 1 2 GM Arnason Jon L  2457
IM Thorfinnsson Bjorn  2400 2 ½ – ½ 2 Omarsson Dadi  2275
FM Sigfusson Sigurdur  2228 2 0 – 1 2 FM Johannesson Ingvar Thor  2352
Johannsson Orn Leo  2200 2 ½ – ½ 2 FM Thorsteinsson Thorsteinn  2327
FM Stefansson Vignir Vatnar  2304 2 1 – 0 2 Halldorsson Gudmundur  2174
FM Asbjornsson Asgeir  2267 ½ – ½ WGM Ptacnikova Lenka  2218
FM Ulfarsson Magnus Orn  2371 – – + 1 FM Jonasson Benedikt  2248
CM Birkisson Bardur Orn  2190 1 0 – 1 1 Edvardsson Kristjan  2184
IM Jonsson Bjorgvin  2349 ½ not paired
IM Jensson Einar Hjalti  2336 ½ not paired
FM Ragnarsson Dagur  2332 0 ½ not paired

 

Áhugaverðar viðureignir í 6. umferð

Jóhann Hjartarson og Björgvin Jónsson eru efstir að fimm umferðum loknum með fjóra vinninga hvor. Í humáttina koma Hannes Hlífar, Helgi Áss og Jón Viktor sem situr yfir í 6. umferð. Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 19.30 verður baráttunni haldið áfram. Hannes Hlífar hefur þá hvítt á Jóhann Hjartarson en takist öðrum hvorum þeirra að sigra, nær sá forystu á mótinu fyrir 7. og síðustu umferðina. Á öðru borði mun reyna á þrætubækur skákfræðanna þar sem Helgi stýrir hvítu mönnum gegn Björgvini. Sjá aðrar viðureignir hér:

 

Skákhátíð MótX – Viðureignir 6. umferðar 13. febrúar
Nafn Stig Vinn. Vinn. Nafn Stig
GM Stefansson Hannes  2523 4 GM Hjartarson Johann  2536
GM Gretarsson Helgi Ass  2441 4 IM Jonsson Bjorgvin  2349
GM Arnason Jon L  2457 3 3 FM Johannesson Ingvar Thor  2352
GM Thorhallsson Throstur  2418 3 3 FM Stefansson Vignir Vatnar  2304
FM Thorsteinsson Thorsteinn  2327 FM Einarsson Halldor Gretar  2236
Omarsson Dadi  2275 Johannsson Orn Leo  2200
Kristinsson Baldur  2185 2 FM Johannesson Oliver  2277
Edvardsson Kristjan  2184 2 2 FM Jonasson Benedikt  2248
WGM Ptacnikova Lenka  2218 2 2 Halldorsson Gudmundur  2174
FM Ragnarsson Dagur  2332 ½ 1 CM Birkisson Bardur Orn  2190
GM Gretarsson Hjorvar Steinn  2565 3 not paired
IM Gunnarsson Jon Viktor  2466 not paired
IM Thorfinnsson Bjorn  2400 not paired
FM Ulfarsson Magnus Orn  2371 not paired
IM Jensson Einar Hjalti  2336 3 not paired
FM Asbjornsson Asgeir  2267 2 not paired
FM Sigfusson Sigurdur  2228 2 not paired

 

Hvítir hrafnar

Lítið var flogið í Hrafnabjörgum í 4. umferð. Kapparnir Jónas Þorvaldsson og Friðrik Ólafsson sættust á skiptan hlut en skákir Braga Halldórssonar gegn Jóni Þorvaldssyni og Björns Halldórssonar gegn Júlíusi Friðjónssyni verða tefldar 13. febrúar.

B flokkur

Gauti Páll, sem hafði unnið allar fjórar skákir sínar, mætti Agnari Tómas Möller í fimmtu umferð. Úr varð hörku skák. Agnar Tómas tefldi byrjunina mjög vel og í eftirfarandi stöðu þurfti Gauti Páll að láta mann fyrir tvö peð:

27. – Bxe5 28.fxe5 Rxe5 29.De2 Rc4 30.Bg5.

Í tímahrakinu náði Gauti Páll að slá til baka og í þesari stöðu átti hann rothögg:

39. – Hf2!!

En í stað þess kom 39. – f5 40.Rd4 Hc4? (hérna var aftur hægt að leika Hf2 eða Rg4+ með þráskák) 41.Df4 og liðsyfirburðir hvíts skiluðu honum öruggum sigri.

Á öðru borði tefldu Blikarnir Birkir Ísak og Stephan Briem vel. Birkir ísak hafði betur að þessu sinni og hefur unnið fjórar skákir í röð.
Siguringi heldur áfram með gott mót og sigraði Björn Hólm örugglega.

Sigurður Freyr var með mun betri stöðu gegn Hilmi Frey þegar maður datt í hafið og þrátt fyrir álitlega sókn sem fylgdi í kjölfarið þá héldu varnir Hilmis og hann sigldi vinningnum örugglega í höfn.

 

Úrslit í B-flokki í 5.umferð
Nafn Stig Vinn. Úrslit Vinn. Nafn Stig
Moller Agnar T 1925 3 1 – 0 4 Jonsson Gauti Pall 2161
Johannsson Birkir Isak 1760 3 1 – 0 3 Briem Stephan 1890
Sigurjonsson Siguringi 2034 3 1 – 0 Birkisson Bjorn Holm 2084
Jonatansson Sigurdur Freyr 1642 0 – 1 CM Heimisson Hilmir Freyr 2136
Mai Aron Thor 2066 1 – 0 Davidsson Oskar Vikingur 1854
Mai Alexander Oliver 1970 1 – 0 Omarsson Kristofer 1744
Sigurdsson Birkir Karl 1934 1 – 0 Luu Robert 1680
Halldorsson Kristjan 1889 0 – 1 Ulfsson Olafur Evert 1784
Sigurdarson Alec Elias 1373 2 + – – 2 Einarsson Oskar Long 1785
Davidsson Stefan Orri 1280 2 0 – 1 2 Heidarsson Arnar 1592
Birkisdottir Freyja 1483 ½ – ½ 2 Alexandersson Orn 1366
Briem Benedikt 1464 0 – 1 Eliasson Kristjan Orn 1846
Gunnarsson Baltasar Mani Wedhol 1268 + – – 1 Hilmarsson Andri Steinn 1606
Sigfusson Ottar Orn Bergmann 1096 1 0 – 1 1 Gudmundsson Gunnar Erik 1491
Steinthorsson Birgir Logi 1080 1 – – + 1 Johannsson Hjortur Yngvi 1472
Haile Batel Goitom 1421 ½ + – – ½ Karlsson Isak Orri 1307
Jonsson Olafur Gisli 1856 2 ½ not paired

 

Eftir fimm umferðir eru fjórir skákmenn jafnir og efstir með fjóra vinninga: Gauti Páll, Siguringi, Birkir Ísak og Agnar Tómas.

Margar spennandi viðureignir verða í sjöttu umferð:

 

Round 6 on 2018/02/13 at 19:30
Nafn Stig Vinn. Vinn. Nafn Stig
Johannsson Birkir Isak 1760 4 4 Sigurjonsson Siguringi 2034
Jonsson Gauti Pall 2161 4 Mai Alexander Oliver 1970
CM Heimisson Hilmir Freyr 2136 4 Moller Agnar T 1925
Ulfsson Olafur Evert 1784 Mai Aron Thor 2066
Sigurdarson Alec Elias 1373 3 Sigurdsson Birkir Karl 1934
Heidarsson Arnar 1592 3 Jonsson Olafur Gisli 1856
Birkisson Bjorn Holm 2084 Omarsson Kristofer 1744
Alexandersson Orn 1366 Halldorsson Kristjan 1889
Gunnarsson Baltasar Mani Wedhol 1268 Davidsson Oskar Vikingur 1854
Eliasson Kristjan Orn 1846 Jonatansson Sigurdur Freyr 1642
Luu Robert 1680 2 Einarsson Oskar Long 1785
Gudmundsson Gunnar Erik 1491 2 2 Davidsson Stefan Orri 1280
Johannsson Hjortur Yngvi 1472 2 2 Birkisdottir Freyja 1483
Haile Batel Goitom 1421 1 Sigfusson Ottar Orn Bergmann 1096
Steinthorsson Birgir Logi 1080 1 ½ Karlsson Isak Orri 1307
Briem Stephan 1890 3 not paired
Hilmarsson Andri Steinn 1606 1 not paired
Briem Benedikt 1464 not paired