Hjörvar Steinn hefur vinnings forskot fyrir lokaumferðina í A-flokknum á Skákhátíð MótX sem tefld verður á þriðjudagskvöldið. Að honum sækja þrír skákmenn, þeir Guðmundur Kjartansson, Jón L Árnason og Bragi Þofinnsson. Lykillinn að atlögu þremmenninganna er að Guðmundi takist að leggja Hjörvar með hvítu mönnunum.

Í B-flokknum er Páll Andrason efstur með vinningsforskot. Páll Andra og Gauti Páll eigast við í lokaumferðinni og getur Gauti jafnað Andrason með sigri í þessum Pallaslag !

Loftið verður því spennuþrungið í stúkunni við Kópavogsvöll á þriðjudagskvöldið.

Jón L Árnason og Guðmundur Kjartansson

Gummi kom með framsækna nýjung í 14.leik og fékk í framhaldinu prýðilega stöðu. Reynsla stórmeistarans og útsjónarsemi sneri samt stöðunni smám saman honum í vil. Eftir 32 leiki var eftirfarandi staða á borðinu:

33.g4! – Hf2 (33. – Hg5? 34.Hxd7+! Hxd7 35.Bf6+ og vinnur) 34.g5 c3 35.Kg1?! (35.Bf6+ var mun sterkari) Hf5 og Gummi náði að halda jafntefli með sinni alkunnu seiglu.

Halldór Grétar Einarsson og Bragi Þorfinnsson

Hvítur notaði hugmynd frá Jon Ludwig Hammer í byrjuninni, en Bragi var vel undirbúinn og svaraði af krafti. Úr varð glæsileg og vel tefld skák hjá svörtum sem endaði með laglegri fléttu.

  1. – Hxf6! 19.gxf6 Bg4! 20.Bg5 Da5+ 21.Bd2 Db6 og hvítur gafst upp

Jóhann Hjartarson og Jón Viktor Gunnarsson

Eftir jafna byrjunarbaráttu þá lék Jón Viktor ónákvæmum leik sem Jóhann nýtti sér án tafar.

  1. – Dc4?! 27.f5! (biskupsskákin á d5 í restina vinnur drottninguna og það gerir gæfumuninn) 27. – Bf7 28.Rg4 og stöðuyfirburðir hvíts eru talsverðir.

Eftir það var skákin í öruggum höndum Norðurlandameistarans og sigurinn var aldrei í hættu.

 

Björn Þorfinnsson og Bárður Örn Birkisson

Bárður tefldi skákina nokkuð vel og virtist ætla að vinna skákina þegar hér var komið við sögu:

  1. – He8! (þessi leppun er frekar óþægileg) 34.Df3 Dxb2 35.Rc2 Hxe1+ 36.Rxe1 Dc1 og frípeðið á a-línunni og slæm staða riddarans gefur svarti alla möguleikana á vinningi.

  1. – Kh8? jafntefli. Enn ein lokastaðan sem upp hefur komið að undanförnu þar sem ekki eru öll kurl komin til grafar. Af hverju ekki bara 41. – Kg8! 42.De8+ Bf8 og svartur sleppur frá þráskákinni ?

Skák Baldurs Kristinssonar og Þrastar Þórhallssonar var frestað vegna veikinda þess síðarnefnda. Hún var tefld á fimmtudagskvöldið og lauk með jafntefli.

Jóhann Ingvason segist hafa tekið Stefán Bergsson í kennslustund.  Magnús Pálmi og Hörður Aron fengu vinninga vegna veikinda andstæðinga sinna.

 

Í B-flokki vann Páll Andrason Birki Ísak á efsta borði og er kominn með vinnings forskot í flokknum. Gauti Páll vann Loft og Jóhanna Björg vann Jón Trausta í stuttri skák. Stephan Briem vann góðan endataflssigur á Eiríki Björnssyni. Gunnar Erik vann fyrrverandi aðstoðarmann forsætisráðherra.

 

Sjá önnur úrslit í A og B flokkum í yfirliti hér að neðan.

A: http://chess-results.com/tnr406143.aspx?lan=1&art=2&rd=6

B: http://chess-results.com/tnr406144.aspx?lan=1&art=2&rd=6

 

MótX 65+ meistarinn:

1.sæti: Björgvin Víglundsson 3 vinninga

 

MótX 50+ meistarinn:

1.sæti: Jón L Árnason 4,5 vinninga

2.sæti: Jóhann Hjartarson 3,5 vinninga

3.sæti: Þröstur Þórhallsson 3 vinninga og frestaða skák

Skákmeistari Breiðabliks:

1.-2. sæti: Magnús Pálmi Örnólfsson og Vignir Vatnar Stefánsson 3,5 vinninga

3.-5.sæti: Halldór Grétar Einarsson, Jóhann Ingvason og Dagur Arngrímsson 3 vinninga

 

Unglingameistari Breiðabliks:

  1. -3. sæti: Birkir Ísak Jóhannsson, Stephan Briem og Gunnar Erik Guðmundsson 4 vinninga

 

Teflt er á þriðjudagskvöldum og hefst taflmennska kl. 19:30. Skákstjóri er Vigfús Vigfússon.

 

Heitt er á könnunni og bruðerí af bestu sort og áhugasamir hvattir til að kíkja við.