Tómas Veigar Sigurðarson

Mánudagskvöldið 19. desember kl 20:00 fer fram okkar árlega hraðskákmót. Mótið fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík. Tefldar verða skákir með 5 mín umhugsunartíma á mann og allir við alla. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE.

Tómas Veigar Sigurðarson

Tómas Veigar Sigurðarson vann mótið í fyrra með mikilum yfirburðum, en Smári Sigurðsson hefur unnið þetta mót oftast í gegnum tíðina.

Verðlaun veitt í fullorðinsflokki og U-16 ára til þriggja efstu í hvorum flokki. Nánari útfærsla og umferðafjöldi fer þó mjög eftir fjölda keppenda.

Þátttökugjald er krónur 500 á alla keppendur.

Vonast er eftir góðri þátttöku í mótinu og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig til leiks með því að senda póst á lyngbrekku@simnet.is eða hringja í Hermann í síma 4643187 eða 8213187.