Kristófer Ómarsson sigraði á hraðkvöldi Hugins sem haldið var 30. mars sl. Kristófer fékk 5,5v í sjö skákum en sigur hans var öruggari en lokastaðan gefur til kynna, því hann var búinn að tryggja sér sigurinn fyrir lokaumferðina, þannig að tap fyrir Jóni Úlfljótssyni kom þá ekki að sök. Næstir komu Jón Úlfljótsson og Vigfús Ó. Vigfússon með 5v en Jón var hærri á stigum. Kristófer fékk það hlutverk að draga í happdrættinu og tókst að draga Sindra Snæ Kristófersson. Þeir feðgar völdu báðir pizzu frá Dominos. Næsta hraðkvöld verður svo mánudaginn 27. apríl nk.
Lokastaðan á hraðkvöldinu:
- Kristófer Ómarsson, 5,5v/7
- Jón Úlfljótsson, 5v
- Vigfús Ó. Vigfússon, 5,5v
- Hjálmar Sigurvaldason, 4v
- Elvar Örn Hjaltason, 4v
- Sigurður Freyr Jónatansson 4v
- Sindri Snær Kristófersson , 4v
- Hörður Jónasson,, 4v
- Jón Sveinbjörnsson, 2,5v
- Jökull Daníelsson, 2v
- Björgvin Kristbergsson, 1,5v