Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær 1. apríl. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæstu Huginsfélaga með 2560 stig og þriðji stigahæsti Íslendingurinn. Stefán Kristjánsson er níundi með 2485 stig og í 13. sæti er Helgi Áss Grétarsson með 2450 stig. Margir félagsmenn norðan heiða fá sín fyrstu fide-skákstig og unglingarnir hækka verulega frá síðasta lista.

Óskar Víkingur Davíðsson
Óskar Víkingur Davíðsson

Óskar Víkingur Davíðsson hækkar mest allra frá 1. mars listanum eða um heil 165 stig. Hilmir Freyr Heimisson hækkar um 121 stig, Heimir Páll Ragnarsson hækkar um 94 stig og Halldór Atli Kristjánsson hækkar um 68 stig. Aðrir félagsmenn Hugins sem hækka um 10 stig eða meira eru: Kristján Eðvarðsson + 35, Gunnar Björnsson + 30, Alec Elís Sigurðarson + 29, Lenka Ptácníková +28, Kristján Halldórsson 23, Stefán Orri Davíðsson +23, Hlynur Snær Viðarsson+17, Rúnar Ísleifsson +16 og Baldur Kristinsson +13.

 

 

Lenka Ptácníková er sem fyrr stigahæsta skákkona landsins með 2270 stig og er Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2017) í öðru sæti. Elsa María Kristínardóttir er fimmta stigahæsta konan með 1878 stig og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir sjötta með 1862 stig.

Huginn á fimm nýliða á listanum og er Ævar Ákason stigahæstur þeirra með 1621 stig. Ármann Olgeirsson kemur inn með 1587 stig, Sigurbjörn Ásmundsson kemur inn með 1571 stig, Haraldur Magnússon kemur inn með 1554 stig og Jón Aðalsteinn Hermannsson kemur inn með 1505 stig.

Reiknuð mót voru eftirtalin:

  • Reykjavíkurskákmótið
  • Skákþing Skagafjarðar
  • Skákþing Hugins (norður svæði)
  • Íslandsmót skákfélaga, 1., 2., 3. og 4. deild.

Alþjóðleg skákstig 1. apríl 2015

Skák.is