Loka skákæfing/mót fyrir sumarfrí Goðans fer fram mánudagskvöldið 27. maí kl 19:30 í Framsýnarsalnum á Húsavík. Tefldar verða 7 umferðir og verður umhugsunartíminn 10 mín sléttar. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga hjá FIDE.

Skráning í mótið fer fram hér.

Þegar skráðir keppendur

Líklegt er þó að sumarskákmót Goðans verði endurvakið og haldið við tækifæri á Húsavík í sumar. Gerð verður grein fyrir því hér á vefnum þegar dagsetning liggur fyrir. Starfið fyrir næsta vetur hefst svo í síðari hluta ágúst.

Kristján Ingi efstur í samanlögðum vinningafjölda.

Kristján Ingi Smárason Mynd Hallfríður Sigurðardóttir

Að móti loknu fer fram verðlaunaafhending til handa þess skákmanns sem hefur fengið flesta vinninga á æfingum samanlagt í vetur. Kristján Ingi Smárason stendur þar best að vígi með 51 vinning. Smári Sigurðsson kemur næstur með 48 og Ingi Hafliði Guðjónsson þar á eftir með 46. Aðrir eiga ekki möguleika á því að ná Kristjáni að samanlögðum vinningafjölda.

Alls hafa mætt 37 skákmenn á æfingar hjá Goðanum í vetur sem er glæsilegt nýtt met. Í venjulegu árferði mæta 18-22 skákmenn á æfingar yfir heilt tímabil, þannig að það met var slegið með glæsilegum hætti í vetur.

Staðan á æfingum í vetur.

Bikarinn fyrir æfingarmeistarann er þriðji frá vinstri. Hann er stór og þungur.