Ný skákstig sem gilda frá 1. janúar 2024 voru gefin út í dag 31. des. Engar breytingar verða á kappskákstigum félagsmanna, þar sem enginn félagsmaður tók þátt í kappskákmóti í nóvember. Þó nokkrar breytingar verða á atskák og hraðskákstigum hjá félagsmönnum og nokkrir vinna sér inn sín fystu skákstig.

Hraðskákstig – Nýliðar

Adam Ferenc Gulyas                         1571 (nýr á lista)
Ingimar Ingmarsson                         1551 (nýr á lista)
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson          1551 (nýr á lista en utan félags)
Aðalsteinn Leifs Maríuson                  1466 (nýr á lista)
Viðar Njáll Hákonarson                     1363 (nýr á lista)
Óskar Páll Davíðsson                        1363 (nýr á lista en utan félags)

Aðalsteinn Leifs Maríuson hækkar mest allra frá 1. desember listanum, eða um 74 atskákstig. Kristján Ingi Smárason græðir 46 atskákstig og 30 hraðskákstig. Hermann Aðalsteinsson græðir 40 stig atskákstig, Ingi Hafliði Guðjónsson bætir við sig 29 hraðskákstigum og Kristijonas Valanciunas hækkar um 19 hraðskákstig. Mun minni breytingar eru hjá öðrum og sumir tapa stigum eins og gengur. Hægt að skoða nánar hér.

Atskákstig – Nýliðar

Benedikt Þór Jóhannsson                    1563 (Nýr á lista)
Sigmundur Þorgrímsson                     1308 (aftur inn á lista)
Aðalsteinn Leifs Maríuson                   1307 (nýr á lista)

Mót sem reiknuð voru til stiga núna sem höfðu áhrif til breytinga á stigum Goðamanna, voru: Nóvembermót Goðans, Hraðskákmót Goðans, Jólamót Goðans, Íslandsmótið í Hraðskák (Friðriksmótið) og svo þó nokkur Þriðjudags og fimmtudagsmót hjá TR.

Ný Atskákstig félagsmanna Goðans 1. janúar 2024.

Hraðskákstig félagsmanna Goðans 1. janúar 2024