Óskar Víkingur Davíðsson og Vigfús Ó. Vigfússon voru efstir og jafnir með 8,5v á hraðkvöldi Hugins sem fram fór 30. apríl sl. Þátttakendur voru sex og tefldu tvöfalda umferð allir við alla. Óskar Víkingur vann innbyrðis viðureign þeirra með 1,5v gegn 0,5v en missti niður hálfan vinning gegn bæði Hjálmari Sigurvaldasyni og Stefáni Orra Davíðssyni á meðan Vigfús vann alla aðra andstæðinga sína. Innbyrðis viðureigning vóg þungt í stigútreikningnum svo Óskar hlaut fyrsta sætið en Vigfús varð annar. Þriðji var svo Hjálmar Sigurvaldason með 6,5v.

Tölvan sá um dráttinn í happdrættinu og annað skiptið í röð kom upp talan 2. Óskar valdi pizzumiða frá Dominos meðan Vigfús hélt sig við Saffran. Næsta hraðkvöld verður mánudaginn 7. maí.

Lokastaðan á hraðkvöldinu í chess-results.