Taflmennska í Húsavíkur-riðil og Vestur-riðli hefur staðið yfir núna í janúar. Allir tefla við alla í hvorum riðli fyrir sig. Smári Sigurðsson leiðir Húsavíkur-riðil með 3,5 vinninga af 4 mögulegum. Kristján Ingi Smárason er einnig með 3,5 vinninga en hefur lokið sínum skákum. Hilmar Freyr Birgisson er með 2 vinninga en á eftir þrjár skákir og getur náð bæði Smára og Kristjáni að vinningum. Hilmar og Smári mætast í lokaumferðini og gæti sú skák ráðið úrslitum í Húsavíkur-riðli. Næstu skákir fara fram um helgina og eftir helgi.

Sigmundur Þorgrímsson er með 1 vinning og á eftir eina skák. Dorian Lesman og Adam Ferenc Gulyas eru án vinninga enn sem komið er, en eiga eftir 2 til 3 skákir hvor. 5 skákir alls eru eftir í riðlinum og fara flestar þeirra fram á næstu dögum, annað hvort á Veitingstaðnum Hlöðufelli eða í Framsýn. Húsavíkur-riðill

Aðstaða Goðans í Álfasteini á Laugum

Keppni í Vestur-riðli er styttra á veg komin enda 7 skákmenn í þeim riðli. Jakob Sævar Sigurðsson er með 2,5 vinninga af 3 mögulegum og á eftir þrjár skákir. Ingi Hafliði Guðjónsson, Ævar Ákason og Ingimar Ingimarsson er með 2 vinninga.

Ingi Hafliði og Ingimar eiga eftir þrjár skákir en Ævar tvær. Rúnar Ísleifsson er með 1,5 vinninga en á eftir 4 skákir. Hermann Aðalsteinsson er með 1 vinning úr 4 skákum og Sigurbjörn Ásmundsson er sem komið er, án vinninga. Hermann á eftir tvær skákir en Sigurbjörn þrjár.

Líklegt verður að teljast að Jakob og Rúnar komi til með að berjast um tvö efstu sætin í riðlinum. Skákir í Vestur-riðli eru tefldar á Vöglum og í nýrri aðstöðu Goðans í Framhaldsskólanum á Laugum. Alls eru 10 skákir eftir í riðlinum og eru margar skákir á dagskrá á næstunni. Vestur-riðlill.

Lárus Sólberg Guðjónsson tekur þátt í Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir í Faxafeni. Lárus er með tvo vinninga eftir fjórar skákir.

Skoða má stöðuna í mótinu hér.