Skákþing Goðans – Meistaramót 2023 fer fram helgarnar 13-15 janúar og 20-21 janúar nk. Fyrri keppnis helgin (1-4 umferð) verður tefld á Húsavík 13-15 janúar. 1. umferð á föstudagskvöldi, 2-3 umferð á laugardeginum og 4. umferð á sunnudeginum.
Seinni helgin verður tefld á Vöglum 20-21 janúar. 5. umferð á föstudagskvöldinu og mótið síðan klárað með tveim umferðum á laugardeginum.
Nákvæm tímasetning verður birt síðar, þegar leiktímar Íslands á HM í handbolta liggja fyrir.
Reiknað er með að tefla 7 umferðir (swiss) Allar skákir verða 90+30.
Nánari upplýsingar um mótið verða birtar þegar nær dregur.
Stjórn Skákfélagsins Goðans