SÞA. Rúnar vann en Hermann tapaði.

Rúnar Ísleifsson vann Herstein Hreiðarsson, en Hermann Aðalsteinsson tapaði fyrir Jóni Kristni Þorgeirssyni í 6. umferð skákþings Akureyrar sem tefld var í kvöld. Jakob Sævar Sigurðsson sat yfir.

Í 7. og síðustu umferð, sem tefld verður nk. sunnudag kl 13:00, verður Jakob Sævar með hvítt gegn Karl E Steingrímsson og Hermann verður með hvítt gegn Hersteini Hreiðarssyni. Rúnar situr yfir. 

Staðan í mótinu:

1-2.Sigurður A og Smári 5
3. Mikael Jóhann 4
4-6. Hjörleifur, Tómas Veigar og Jón Kristinn 3,5
7-10. Karl Egill, Sigurður E, Jakob Sævar og Rúnar 3
11.  Hermann 2,5
12. Andri Freyr 2
13. Hersteinn 1