Skákfélagið Goðinn boðar hér með til félagsfundar og fyrstu skákæfingar í raunheimum í langan tíma, nk. mánudagskvöld 30. ágúst kl 20:30 í Framsýnarsalnum á Húsavík. Fundurinn og skákæfingin er öllu skákáhugafólki opinn.
Á fundinum verður ákveðið hvernig vetrarstarfinu verður háttað, eins og hvenær við viljum halda mót, hve oft skákæfingar fara fram og hvar (Framsýn og/eða Tornelo) og svo auðvitað að skipuleggja Íslandsmót skákfélaga, en aðeins rétt rúmur mánuður er í það.
(hér til hægri við þessa frétt má sjá hugmynd að mótaáætlun fram til áramóta)
Að fundi loknum fer fyrsta skákæfingin fram.
Hermann Aðalsteinsson formaður