untitled (3)Dawid Kolka sigraði með 4v í fimm skákum í eldri flokki á Huginsæfingu  í Mjóddinni þann 26. janúar sl. Dawid mátt lúta í lægra haldi fyrir Óskari í annarri umferð en tryggði sér sigurinn í sviftingasamri lokaumferð. Næstir komu Heimir Páll Ragnarsson og Óskar Víkingur Davíðsson með 3,5v og þurfti tvöfaldan stigaútreikning til að fá þau úrslit að Heimir Páll væri í öðru sæti og Óskar í því þriðja.

Úrslitin voru eiginlega þau sömu í yngri flokki því þar var Baltasar Máni Wedholm efstur með 4v og Birgir Logi Steinþórsson og Gabríel Sær Bjarnþórsson næstir með 3,5v og Birgir Logi hafði þar betur eftir stigaútreikning.

Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíðsson, Ísak Orri Karlsson, Alec Elías Sigurðarson,  Alexander Már Bjarnþórsson, Stefán Orri Davíðsson, Sindri Snær Kristófersson, Brynjar Haraldsson, Atli Mar Baldursson, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, Birgir Logi Steinþórsson, Gabríel Sær Bjarnþórsson, Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Róbert Antionio Róbertsson.

Næsta æfing sem er félagsæfing verður mánudaginn 2. febrúar og hefst kl. 17.15. Í fyrstu tveimur umferðunum verður þá þemaskák úr slavanum.  Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.