Adam Omarsson (th) með sín verðlaun.

Adam Omarsson varð í þriðja sæti í sínum aldursflokki, með fjóra vinninga af níu mögulegum á International Youth Chess Festival, sem lauk 20 júlí sl. í borginni Bezměrov í Tékklandi.

Adam Omarsson (th) með sín verðlaun.
Adam Omarsson (th) með sín verðlaun.

Adam gekk brösulega til að byrja með í mótinu og var aðeins með 1 vinning eftir fyrstu sex umferðirnar. En svo gerði hann sér lítið fyrir og vann síðustu þrjár skákirnar og endaði eins og áður sagði með fjóra vinninga. Tímamörkin voru 60 mín +30 sek á leik. Alls tóku 63 krakkar þátt í mótinu og þar af mörg af sterkustu skákkrökkum Tékklands.

Við upphaf loka umferðarinnar. Adam fremst.
Við upphaf loka umferðarinnar. Adam fremst.

Adam, sem er aðeins 6 ára gamall og er sonur skák-hjónanna Lenku Ptacnikova og Omars Salama, tefldi í flokki-U7 ára á mótinu. Að sögn Lenku var Adam mjög ánægður með árangurinn, en Adam tók þátt í þessu sama móti í fyrra og þá fékk hann einn vinning af níu.

Skákhuginn.is óskar Adam til hamingju með flottan árangur.

Mótið á Chess-results

Árangur Adams.