Smári Sigurðsson, Áskell Örn Kárason og Rúnar Ísleifsson

Áskell Örn Kárason (Efling) vann sigur á héraðsmóti HSÞ í skák (A-flokkur) sem fram fór í Ýdölum í gær. Áskell fékk 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Smári Sigurðsson varð í öðru sæti með 4,5 vinninga og Sigurður Eiríksson og Rúnar Ísleifsson urðu í þriðja sæti með 4 vinninga.

Frá héraðsmóti HSÞ

Lokastaðan.

1. Karason, Askell O     2084 5.5
2. Sigurðsson, Smári 1923 4.5
3. Eiríksson, Sigurður 1876 4.0
4. Ísleifsson, Rúnar 1875 4.0
5. Ásmundsson, Sigurbjörn 1677 3.0
6. Aðalsteinsson, Hermann 1754 3.0
7. Smárason, Kristján 1648 3.0
8. Gulyás, Ádám Ferenc 1727 2.0
9. Þorgrímsson, Sigmundur 1585 1.0

Mótið á chess-manager

9 keppendur tók þátt í A-flokknum og tefldar voru 6 umferðir með 10+5 tímamörkum.

Fjórir keppendur úr Mývetningi, flestir ungir að árum, tóku þátt í B-flokknum. Þar var tefld tvöföld umferð með sömu tímamörkum og í A-flokknum og þarf hafði Bjartur Arnarsson sigur.

Lokastaðan

Bjartur Arnarsson
Hjalti Hrafn Sigurðarson
Logi Arnarsson
Sigurður Böðvarsson

Sigurður Böðvarsson, Bjartur Arnarsson, Hjalti Hrafn Sigurðarson og Logi Arnarsson

Hér fyrir neðan má skoða fleiri myndir frá mótinu.

Hérðasmót HSÞ 2024
Héraðsmót HSÞ B-flokkur
Áskell Örn gegn Sigurbirni
Adam og Smári
Sigurður Böðvarsson