IMG_2350Páskaeggjamót Hugins í Mjódd fór fram síðastliðinn mánudag. Það voru 49 keppendur sem mættu nú til leiks, tefldu 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og var kátt á hjalla allan tímann. Stelpur  fjölmenntu á mótið og voru tæpur helmingur þátttakenda. Þegar upp var staðið voru þrír keppendur efstir og jafnir með 6v en það voru Aron Þór Maí, Heimir Páll Ragnarsson, Jón Þór Lemery. Það er frekar óvenjulegt í þessu móti að ekki fáist afgerandi sigurvegari og úrslit á toppnum hafa ekki verið jafnari áður. Grípa þurfti því til stigaútreiknings til að finna röð efstu keppenda og þar hlaut Aron Þór fysta sætið, Heimir Páll annað sætið og Jón Þór í því þriðja.

IMG_2347Veitt voru verðlaun í þremur flokkum. Tveimur aldursflokkum þar sem Aron Þór. Heimir Páll og Jón Þór voru efstir í eldri flokki. Yngri flokki þar sem Óskar Víkingur Davíðsson, Sæmundur Árnason og Ólafur Örn Ólafsson voru efstir.

 

IMG_2345Stúlknaverðlaun hlutu Elín Edda Jóhannsdótttir, Elín Kristjánsdótttir og Valgerður Jóhannsdótttir. Auk þess fékk efsti keppandi í hverjum aldursflokki páskaegg í verðlaun. Ef sá efsti hafði unnið páskaegg í aðalverðlaun fékk sá næsti í aldursflokknum páskaeggið. Í lokin voru fimm páskaegg dregin ú tog svo voru lítil páskaegg handa þeim sem ekki hlutu verðlaun á mótinu þannig að allir fóru ánægðir heim. Mótsstjórar voru Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon.

IMG_2355

Eftirtaldir hlutu verðlaun á páskaeggjamótinu:

Eldri flokkur:

  1. Aron Þór Maí , 6v
  2. Heimir Páll Ragnarsson, 6v
  3. Jón Þór Lemery, 6v

Yngri flokkur:

  1. Óskar Víkingur Davíðsson, 5v
  2. Sæmundur Árnason, 5v
  3. Ólafur Örn Ólafsson, 5v

Stúlkur:

  1. Elín Edda Jóhannsdóttir, 4v
  2. Elín Kristjánsdótttir, 4v
  3. Valgerður Jóhannsdótttir, 3,5v

 IMG_2340

Árgangaverðlaun:

  • Árgangur 2008:  Bergþóra Rúnarsdóttir
  • Árgangur 2007:  Elsa Kristín Arnaldardótttir
  • Árgangur 2006:  Stefán Orri Davíðsson
  • Árgangur 2005:  Róbert Luu (Óskar Víkingur Davíðsson)
  • Árgangur 2004:  Hlynur Smári Magnússon
  • Árgangur 2003:  Alexander Oliver Mai (Sæmundur Magnússon)
  • Árgangur 2002:  Atli Mar Baldursson
  • Árgangur 2001:  Felix Steinþórsson (Aron Þór Maí)
  • Árgangur 1999:  Alec Elías Sigurðarson

Lokastaðan á páskaeggjamótinu:

  1. Aron Þór Mai, 6v/7 (24,0 33,0 25,0)
  2. Heimir Páll Ragnarsson, 6v (23,0 33,0 24,0)
  3. Jón Þór Lemery, 6v (22,5 30,0 24,0)
  4. Óskar Víkingur Davíðsson, 5v (25,0 34,0 25,0)
  5. Felix Steinþórsson, 5v (23,5 31,5 22,0)
  6. Alec Elías Sigurðarson, 5v (23,0 33,0 21,0)
  7. Sæmundur Árnason, 5v (21,5 30,5 22,0)
  8. Ólafur Örn Ólafsson, 5v /20,5 29,5 19,0)
  9. Alexander Oliver Mai, 5v (20,5 29,5 19,0)
  10. Róbert Luu, 5v (20,0 27,0 23,0)
  11. Sindri Snær Kristófersson, 5v (18,0 25,0 17,0)
  12. Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson, 4,5v
  13. Sverrir Hákonarson, 4v
  14. Stefán Orri Davíðsson, 4v
  15. Anton Breki Óskarsson, 4v
  16. Atli Mar Baldursson, 4v
  17. Óttar Örn Bergmann Sigfússon, 4v
  18. Ísak Orri Karlsson, 4v
  19. Alexander Már Bjarnþórsson, 4v
  20. Birgir Logi Steinþórsson, 4v
  21. Daníel Ernir Njarðrson, 4v
  22. Gabríel Sær Bjarnþórsson, 4v
  23. Hlynur Smári Magnússon, 4v
  24. Elín Edda Jóhannsdóttir, 4v
  25. Elín Kristjánsdóttir, 4v
  26. Valgerður Jóhannsdóttir, 3,5v
  27. Guðrún Ýr Guðmundsdóttir, 3,5v
  28. Arnór Gunnlaugsson, 3v
  29. Elvar Andri Bjarnason, 3v
  30. Mary Elisabet Magnúsdóttir, 3v
  31. Vilhjálmur Gíslason, 3v
  32. Markús Máni Pétursson, 3v
  33. Elísabet Ýr Hinriksdóttir, 3v
  34. Sunna Rún Birkisdóttir, 3v
  35. Baldur Páll Sævarsson, 3v
  36. Anita Rut Sigurðardóttir, 3v
  37. Sunna Dís Ívarsdóttir, 3v
  38. Sigurður Ríkharð Marteinsson. 3v
  39. Daníel Bondarow, 2v
  40. Brynja Sóley Baldvinsdóttir, 2v
  41. Embla Dögg Sævarsdóttir, 2v
  42. Elsa Kristín Arnaldardótttir, 2v
  43. Kolka Rist, 2v
  44. Wiktoria Eva Srusinska, 2v
  45. Fanney Helga Óskarsdóttir, 2v
  46. Hrafnhildur Vala Valsdóttir, 2v
  47. Anika Járnbrá Hólm Gunnlaugardótttir, 2v
  48. Högni Héðinsson, 1,5v
  49. Bergþóra Gunnarsdótttir 1v

Næsta æfing sem er sú síðasta fyrir páska verður mánudaginn 30. mars og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Fröken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð.