Batel Goitom Haile og Rayan Sharifa voru efst og jöfn með 4v af fimm mögulegum. Þau voru einnig jöfn eftir fyrsta stigaútreikning en Batel hafði sigur í öðrum stigaútreikningi og vann eldri flokkinn á æfingunni. Það leit út fyrir sigur Rayans eftir sigur gegn Batel í þriðju umferð þótt hann hefði gert jafntefli við Einar Dag Brynjarsson  í fyrstu umferð. Smá kæruleysi í lokaumferðinni gegn Viktori Már Guðmundssyni breytti sigri í jafntefli og þar með gekk sigurinn honum úr greipum. Þetta jafntefli nægði Viktori til verða jafn og Frank Gerritsen en Viktor var hærri á stigum og hlaut þriðja sætið á æfingunni. Ekkert dæmi var lagt fyrir á þessari æfingu en þemaskák var í tveimur umferðum í eldri flokki og núna var c3 afbrigðið í sikileyjarvörn aftur tekið fyrir. Í þetta sinn ventum við okkar kvæði í kross og tókum nú fyrir afbrigðið þegar svartur svarar með 2….Rf6.

Yngri flokkurinn vannst með fullu húsi 5v í jafn mörgum skákum og það gerði Árni Benediktsson. Næst komu jafnir Brynjólfur Yan Brynjólfsson og Sigurður Sveinn Guðjónsson með 4v. Þeir voru einnig jafnir að stigum og tefldu ekki saman á æfingunni. Gripið var til hlutkestis til að deila út verðlaunum. Þar varð Brynjólfur hlutskarpari og hlaut annað sætið og Sigurður Sveinn það þriðja.

Í æfingunni tóku þátt:Batel Goitom Haile, Rayan Sharifa, Viktor Már Guðmundsson, Frank Gerritsen, Ívar Örn Lúðvíksson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Garðar Már Einarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Árni Benediktsson, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Sigurður Sveinn Guðjónsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Brynjólfur Yan Brynjólfsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Kiril Alexander Igorsson, Bergþóra Helga Gunnarsdóttir, Gabriela Veitonite og Witbet Goitom Haile.

Næsta æfing verður mánudaginn 13. febrúar 2018 og hefst kl. 17.15. Æfingarnar eru í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Gengið er inn milli Subway og Lyfjaval í Mjódd og salurinn er á þriðju hæð.