Síðasta barna- og unglingaæfing  Hugins  fyrir sumarhlé var haldin 30. maí sl. Úrslitin í stigakeppni æfinganna var þá þegar ráðin. Óskar Víkingur Davíðsson var með fimm stiga forskot á Dawid Kolka sem ljóst var að ekki yrði brúað á þessari æfingu þar sem
æfingin gaf mest 3 stig. Það breytti því engu að Óskar væri fjarverandi á ferðalagi erlendis. Dawid sýndi enga miskunn á þessari síðustu barna- og unglingaæfingu sem hann getur tekið þátt í og landaði öruggum sigri í eldri flokki með fullu hús 5v í jafn mörgum skákum. Annar var Heimir Páll Ragnarsson með 4v og þriðji var Adam Omarsson með 3v í fyrsta skipti í verðlaunasæti í eldri flokki.

 

 

IMG_2752Yngri flokkinn vann Andri Hrannar Elvarsson einnig með fullu húsi 6v sex mögulegum. Andri vann fimm skákir og leysti líka dæmið í yngri flokki rétt. Það dæmi byggðist á sömu hugmynd og var í dæminu í eldri flokki á síðustu æfingu en hugmyndi var aðeins einfaldari og möguleikarnir færri. Þáttakendum gekk misjafnlega að leysa dæmið en ekki gafst tími til að fara sérstaklega yfir möguleikana á æfingunni.  Dæmið er birt í lok fréttarinnar ásamt þeim möguleikum sem gefnir voru upp.. Annar var Einar Dagur Brynjarsson með 3,5v. Síðan voru Sigurður Rúnar Gunnarson og Eiríkur Þór Jónsson jafnir með 3v en Sigurður Rúnar var að auki með 14 stig sem dugði í þriðja sætið meðan Eiríkur Þór var með 12,5 stig og fjórða sætið var hans.

IMG_2756Í æfingunni tóku þátt: Dawid Kolka, Heimir Páll Ragnarsson, Adam Omarsson, Ísak Orri Karlsson, Batel Goitom Haile, Brynjar Haraldsson, Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Andri Hrannar Elvarsson, Einar Dagur Brynjarsson, Sigurður Rúnar Gunnarsson, Eiríkur Þór Jónsson, Josef Omarsson, Bergþóra Helga Rúnarsdóttir og Emil Sær Birgisson,

 

 

 

 

IMG_2748

Eftir lokaæfinguna er Óskar efstur í stigakeppni vetrarins með 53 stig, Dawid í öðru sæti með 51 stig og Stefán Orri  í því þriðja með 31 stig. Þetta er þriðja árið í röð sem Óskar er í fyrsta sæti en í fyrsta skiptið deildi hann því með Heimi Páli. Dawid hefur nokkrum sinnum unnið stigakeppni æfinganna en síðan eru liðin nokkur ár en í þetta sinn fékk hann keppnina sem vantaði stundum þegar hann sótti æfingarnar sem mest. Þetta er síðasta árið hjá Dawid í unglingaflokki en næsta vetur fer hann í menntaskóla svo hans verður saknað næsta vetur á þessum æfingum.

 

IMG_2758

 

Veitt voru sérstök verðlaun fyrir árangur í yngri flokknum í vetur. Þar voru Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Adam Omarsson í sérflokki en næstir voru Andri Hrannar Elvarsson og Rayan Sharifa.

 

IMG_2763

Á þessum æfingum hafa verið veittar viðurkenningar fyrir framfarir á æfingunum yfir veturinn. Í þetta sinn var ákveðið að veita aðeins tvær viðurkenningar. Þær komu í hlut Stefáns Orra Davíðssonar og Ísaks Orra Karlssonar. Þeir voru í þriðja og fimmta sæti í stigakeppni æfinganna og tók öll stigin í eldri flokki æfinganna. Báðir hafa þeir tekið góðum alhliða framförum í vetur. Stefán Orri var fjarverandi á æfingunni en litli bróðir Ísaks Orra kom í staðinn á myndina.

 

Mánudagsæfingar sem eru opnar börnum og unglingum á grunnskólaldri voru uppstaðan í barna- og unglingastarfinu í vetur. Umsjón með þeim æfingum höfðu Erla Hlín Hjálmarsdóttir, Lenka Ptackniková og Vigfús Ó. Vigfússon. Þessu til viðbótar var boðið upp á aukaæfingar fyrir félagsmenn á laugardögum og í miðri viku þar sem farið var í ýmis grunnatriði í endatöflum, taktik og byrjunum. Æfingarnar í vetur voru vel sóttar en yfir 100 börn og unglingar sóttu þær. Sumir mættu aðeins á fáar æfingar en kjarninn sem sótti æfingarnar mætti afar vel og fengu 12 viðurkenningu fyrir mætinguna í vetur en það voru: Óskar Víkingur Davíðsson, Stefán Orri Davíðsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Adam Omarsson, Ísak Orri Karlsson, Viktor Már Guðmundsson, Heimir Páll Ragnarsson, Elfar Ingi Þorsteinsson, Dawid Kolka, Eiríkur Þór Jónsson, Jón Þorberg Sveinbjörnsson og Sölvi Már Þórðarson.

Nú verður gert hlé á Huginsæfingunum í Mjóddinni þangað til í haust þegar þær byrja aftur um mánaðarmótin ágúst – september.

Dæmi æfingarinnar:

Hvítur á leik. Hver er rétta lausnin.

A.  1. Ke4

B.  1. c5  (Rétt lausn. Ef svartur tekur peðið þá verður a peðið að drottningu og svarti kóngurinn ræður heldur ekki við tvö samstæð frípeð þegar hvíti kóngurinn mætir á svæðið.)

C.  1. a5