Einar Hjalti Jensson (2394) sigraði á Meistaramóti Hugins sem lauk í gær. Einar Hjalti hlaut 6½ vinning í 7 skákum og gerði varla mistök í mótinu og var mjög vel að sigrinum kominn. Einar Hjalti varð með sigrinum skákmeistari Hugins á suðursvæði, Davíð Kjartansson (2366) fylgdi Einari Hjalta eins og skugginn allt mótið og þeir gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign 4. umferð. Í lokaumferðinni mætti Davíð Jón Trausta Harðarsyni (2117). Jón Trausti sem hafði verið æri brokkgengur á mótinu tefldi sína bestu skák á mótinu gegn Davíð og lauk henni eftir langa setu og nokkrar sviftingar með jafntefli. Davíð sem vann mótið í fyrra varð að þessu sinni annar með 6 vinninga. Tveir Kópavogsbúar urðu í 3.-4. sæti með 5 vinninga. Það voru þeir Bárður Örn Birkisson (1854) og Birkir Karl Sigurðsson (1815).

Lokastöðu mótsins má nálgast á Chess-Results

Búið er finna út hverjir unnu til aukaverðlauna á Meistarmóti Hugins en það eru:

  • Skákmeistari Hugins, kr. 10.000: Einar Hjalti Jensson
  • Undir 2000, bók hjá Sigurbirni kr. 5.000: Bárður Örn Birkisson
  • Undir 1800, bók hjá Sigurbirni kr.  5.000: Óskar Víkingur Davíðsson
  • Undir 1600 1.vl, bók hjá Sigurbirni kr. 5.000: Felix Steinþórsson.
  • Undir 1600 2.vl, bók hjá Sigurbirni kr. 4.000: Aron Þór Mai.
  • Undir 1600 3.vl. bók hjá Sigurbirni kr. 4.000: Þorsteinn Magnússon
  • Sigalausir, bók hjá Sigurbirni kr. 5.000: Birgir Logi Steinþórsson

Unglingaverðlaun:

  1. Bók hjá Sigurbirni kr. 5.000: Björn Hólm Birkisson
  2. Bók hjá Sigurbirni kr. 4.000: Dawid Kolka
  3. Bók hjá Sigurbirni kr. 4.000: Heimir Páll Ragnarsson

Vinningshafar velja sér bók við hæfi hjá skákbókasölu Sigurbjarnar.

Búið er að slá inn skákir 1.- 6. umferðar.