Skákfélagið Huginn er með barna- og unglingaæfingar í Mjóddinni á mánudögum fyrir krakka á grunnskólaaldri. Svo hafa einnig verið séræfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á þriðjudögum, miðvikudögum og laugardögum eftir því sem til hefur fallið. Á æfingunum eru tefldar 5-6 umferðir með umhugsunartímanum 7 eða 10 mínútum.Þátttakendur leysa dæmi og farið er í grunnatriði með byrjendum eftir því sem tími vinnst til. U.þ.b einu sinni í mánuði er félagsæfing þar sem er þemaskák og um miðbik æfingarinnar er gert hlé þegar pizzzurnar koma. Í öðrum tímum er kennsla þar sem farið er í byrjanir, dæmi og endtöfl allt eftir þörfum þeirra sem taka þátt..

Batel Goitom Haile er efst í stigakeppni Huginsæfinganna í Mjóddinni með 27 stig. Það er ekki langt í næsta mann sem er Rayan Sharifa með 24 stig. og þriðji er Óttar Örn Bergmann Sigfússon með 18 stig. Það hefur verið góð mæting á haustmisseri en það hafa 16 þátttakendur mætt á 10 eða fleiri æfingar af 17 mögulegum. Einar Dagur Brynjarsson hefur mætt á allar æfingarnar og þeir Garðar Már Einarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa misstu aðeins af einni æfingu. Næsta æfing sem er fyrsta æfing eftir jólafrí verður  mánudaginn 8. janúar 2018 og hefst kl. 17.15. Þar er um að ræða félagsæfingu þar sem skipt er í tvo flokka eftir styrkleika og aldri og höfð þemaskák í 2., 3. og 4. umferð í eldri flokki. Að þessu sinni verður staða úr c3 afbigðinu í Sikileyjarvörn en það afbrigði hefur verið til skoðunar á æfingunum í vetur. Skákir, stöðumyndir og upplýsingar um upphafsstöðu hafa verið sendar til félagsmanna. Næsta almenna æfing verður mánudaginn 15. janúar. Æfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur milli Lyfjaval í Mjódd og Subway og salurinn er á 3 hæð.

Í lok vetrar verða veitt bókarverðlaun handa þeim sem mætt hafa best yfir veturinn og til þeirra sem sýnt hafa verulegar framfarir yfir veturinn og þeirra sem eru efstir í stigakeppninni. Staðan í stigakeppninni og listi yfir þá sem hafa mætt best er hér fyrir neðan.

Með besta mætingu eru:

Einar Dagur Brynjarsson 17 mætingar
Óttar Örn Bergmann Sigfússon 16 mætingar
Rayan Sharifa 16 mætingar
Garðar Már Einarsson 16 mætingar
Árni Benediktsson 15 mætingar
Viktor Már Guðmundsson 15 mætingar
Alfreð Dossing 14 mætingar
Brynjólfur Yan Brynjólfsson 14 mætingar
Andri Hrannar Elvarsson 13 mætingar
Batel Goitom Haile 13 mætingar
Elfar Ingi Þorsteinsson 13 mætingar
Sigurður Sveinn Gðjónsson 13 mætingar
Wihbet Goitom Haile 13 mætingar
Jón Kristinn Stefánsson 11 mætingar
Bergþóra Helga Gunnarsdóttir 10 mætingar
Ívar Örn Lúðvíksson 10 mætingar

Efst í stigakeppninni:

1. Batel Goitom Haile 27 stig
2. Rayan Sharifa 24 stig
3. Óttar Örn Bergmann Sigfússon 18 stig
4. Árni Benediktsson 15 stig
5. Sigurður Sveinn Guðjónsson 12 stig
6. Stefán Orri Davíðsson 8 stig
7. Bergþóra Helga Gunnarsdóttir 7 stig
8. Óskar Víkingur Davíðsson 6 stig
9. Katrín María Jónsdóttir 6 stig-