Skákgengið og Huginn-b áttust við í Skáksambandinu í gærkvöldi í 8-liða úrslitum hraðskákkeppni taflfélaga. Huginsmenn mættu til leik skipaðir reyndum skákmönnum á efri borðunum en neðri borðin voru setin af yngri kynslóðinni.

Huginn tók snemma forystuna og jók hana jafnt og þétt þegar á leið. Staðan í hálfleik var 26-10 Huginsmönnum í vil. Viðureigninni lauk svo með öruggum 56-16 sigri Huginsmanna.

Vinningar Hugins:

  • Kristján Eðvarðsson 12 vinningar í 12 skákum
  • Sigurður Daði Sigfússon 11 vinningar í 12 skákum
  • Vigfús Ó. Vigfússon 8,5 vinningar í 11 skákum
  • Heimir Páll Ragnarsson 8 vinningar í 12 skákum
  • Óskar Víkingur Davíðsson 7 vinningar í 11 skákum
  • Ögmundur Kristinsson 6,5 vinningar í 8 skákum
  • Stefán Orri Davíðsson 3 vinningar í 6 skákum

Bestir í liði Skákgengisins voru:

  • Páll Þórsson með 6 vinninga í 12 skákum
  • Haraldur Ingi Kárason með 5,5 vinningar í 12 skákum

Dregið var í undanúrslit hraðskákkeppni taflfélaga í gærkvöldi og þar mætast:
Huginn a – SA
TR a – Huginn b