13.11.2008 kl. 00:02
Jakob og Barði unnu báðir í 8. umferð.
Jakob Sævar vann Sigurð H Jónsson í 8. umferð C-flokks á haustmóti TR sem fram fór í kvöld. Jakob er sem stendur í 8. sæti með 3 vinninga þegar ein umferð er eftir. Í 9. og síðustu umferð teflir Jakob, með svörtu, við Gunnar Finnsson (1800).
Barði Einarsson vann Geirþrúði Önnu Guðmundssdóttur í 8. umferð D-flokks og er sem stendur í öðru sæti í D-flokki með 5,5 vinninga þegar ein umferð er eftir. Í 9. og síðustu umferð teflir Barði, með svörtu, við Einar S Guðmundsson (1682).
9. umferð verður tefld á föstudag. H.A.