12.12.2007 kl. 15:23
Jakob Sævar tekur þátt í Skákþingi Hafnarfjarðar
Okkar maður, Jakob Sævar Sigurðsson tekur þátt í Skákþingi Hafnarfjarðar sem hefst annað kvöld.(Fimmtudagskvöld) Mótið er alls 7 umferðir. Tvær fyrstu skákirnar eru atskákir en hinar 5 eru kappskákir. fylgst verður með gengi Jakobs hér á síðunni daglega. Einn stórmeistari er skráður til leiks auk fjölda annara sterkra keppenda. Jakob er 14. stigahæsti keppandinn á mótinu. H.A.