Landsmótið í skólaskák. tvö töp og einn sigur hjá Benedikt.

Benedikt Þór tapaði fyrir Páli Andrasyni í 7. umferð í morgun og Benedikt tapaði líka fyrir Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur í 8. umferð.

En í 9. umferð gerði Benedikt sé lítið fyrir og vann Dag Andra Friðgeirsson (1645) í stuttri en snarpri skák, þar sem Benedikt vann hrók og riddara af andstæðing sínum, sem gaf svo skákina í kjölfarið.
Snaggaralega gert hjá Benedikt. 

Benedikt er þá kominn með 2,5 vinninga í 10. sæti, þegar 2 umferðir eru eftir, en þær verða báðar tefldar á morgun.

10. umferð. Benedikt Þór           –              Hörður Aron Hauksson(1700)
11. umferð.Patrekur Maron Magnússon(1960) – Benedikt Þór

Prógrammið hjá Benedikt verður erfitt á morgun því þá mætir hann stigahæsta keppandanum og Landsmótsmeistaranum frá því í fyrra og svo þriðja stigahæsta keppandanum á mótinu.