Hermann gerði jafntefli í 2. umferð sem fram fór í nótt að íslenskum tíma – skákirnar hefjast almennt kl. 19:00 að íslenskum tíma og seinni skákirnar kl. 02:00.

Hermann er því með 1,5 vinninga af 2 og stendur ágætlega að vígi enn sem komið er.

vegas_rodun_3

Hermann stýrir svörtu mönnunum gegn Alexandru Muscalu (1509) í þriðju umferð sem hefst kl. 19. Höfundur gerir ráð fyrir að honum verði snarlega komið fyrir kattarnef.

Í opnum flokki náði aðeins Dagur Arngrímsson jafntefli en hann stýrði svörtu gegn hinum reynda Giorgi Kacheishvili (2597).

Guðmundur Kjartansson tapaði fyrir íranska stórmeistaranum Ghaem Maghami (2594) og Björn Þorfinnsson tapaði fyrir Hristos Zigouris (2200).

3. umferð hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma og 4. umferðin hefst eftir miðnætti klukkan 1:00. Dagur stýrir hvítu mönnunum gegn bandaríska stórmeistarnaum Gregory Kaidanov en Björn og Guðmundur fá stigalægri andstæðinga.

Viðtal við Stefán Bergsson, hefst á 39:50 mín.

This slideshow requires JavaScript.