Rúnar Ísleifsson. Mynd: David Llada

Þriðja og hugsanlega síðasta Milljónaskákmótið, fór fram í Atlantic City í USA daganna 6-10. október. Tveir Íslendingar tóku þátt í mótinu, þeir Rúnar Ísleifsson og Hermann Aðalsteinsson félagsmenn Hugins. Rúnar náði ágætis árangri í U-2000 stiga flokki, en Rúnar endaði í 36. sæti með 4 vinninga af 7 mögulegum og fékk 300$ í verðlaun.

Rúnar Ísleifsson. Mynd: David Llada
Rúnar Ísleifsson. Mynd: David Llada

 

Hermann keppti í U-1800 stiga flokki og varð í 72. sæti með 2 vinninga, en vann ekki nein peningaverðlaun.

Félagsmaður Hugins Gawain Jones varð hársbreidd frá því að vinna opna flokkinn, en tapaði í útsláttarkeppni um efsta sætið fyrir Pólska stórmeistaranum Dariusz Swiercz sem hlaut 30.000 $ í verðlaun fyrir vikið.

Rúnar var að taka þátt í sínu fyrsta skákmóti á erlendri grund, en Hermann í sínu öðru móti. Þeir félagar voru sammála um að mótið hefði verið afskaplega vel skipulagt og allur aðbúnaður til fyrirmyndar.

Mótinu verða gerð góð skil á skemmtikvöldi Hugins sem fram fer á Húsavík föstudagskvöldið 28. október. Þar ætla þeir félagar að skýra nokkrar skákir frá mótinu og sýna myndir sem teknar voru í Atlantic City.

 

 

 

Hermann á rauða dreglinum. Mynd: David Llada
Hermann á rauða dreglinum. Mynd: David Llada
Rúnar á rauða dreglinum. Mynd: David Llada
Rúnar á rauða dreglinum. Mynd: David Llada