Ný FIDE skákstig. Sindri hækkar um 15 stig.

Sindri Guðjónsson hækkar um 15 stig á nýja FIDE skákstigalistanum sem gefinn var út í dag.
Listinn gildir 1. nóvember 2009. Þrír aðrir félagsmenn eru með FIDE skákstig og eru stigabreytingar hjá þeim óverulegar.

Svona lítur listinn út:
                                FIDE 1. nóv    +/-

Barði Einarsson               1755       +1
Erlingur Þorsteinsson      2123       -1
Jakob Sævar Sigurðsson 1808         0
Sindri Guðjónsson           1930       +15 ´

Íslenski listinn er hér:
http://ratings.fide.com/advaction.phtml?idcode=&name=&title=&other_title=&country=ISL&sex=&srating=0&erating=3000&birthday=&radio=rating&line=asc

Hér geta félagsmenn skoðað stöðu sína hjá FIDE með því að slá inn eftirnafnið sitt í bláa leitardálkinn hér: http://ratings.fide.com/

Þarna eru búið að setja upp nákvæma skrá yfir allar skákir sem viðkomandi hefur teflt hingað til á Fide reiknuðum skákmótum. Þarna er að finna tölfræði fyrir vinninga fjölda með svörtu og hvítu og listi yfir andstæðinga sem viðkomandi hefur teflt við, svo að eitthvað sé nefnt.  H.A.