Elsa María Kristínardóttir

Skák.is heldur áfram með kynningar á Ólympíuförunum. Í dag er kynnt til sögunnar Elsu Maríu Kristínardóttur félagsmaður Hugins, sem er varamaður í kvennaliðinu.

Elsa María Kristínardóttir
Elsa María Kristínardóttir

Nafn

Elsa María Kristínardóttir

Taflfélag

Huginn

Staða

Varamaður

Hvenær tókstu fyrst þátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur þú tekið þátt?

Tók fyrst þátt 2008, 2012 og svo núna 🙂

Minnisstæðasta skák á Ólympíuskákmóti og þá af hverju?

Skákin á móti Önnu Rudolf frá Ungverjalandi,  var með kolunnið fór úr plús 9 í mínus 18 í einum leik! Geri aðrir verr 😉

Minnisstæðasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Við vorum að tefla á móti Afríkuþjóð og stelpan sem ég var að tefla við horfði á mig í svona korter áður en skákin byrjaði því henni fannst magnað að ég væri með blá augu!

Hverjar eru þínar væntingar/vonir um gengi íslensku liðanna?

Að við verðum í einhverju sæti fyrir ofan það sem stigin segja til um.

Hverju spáir þú fyrir um sigurvegara?

Armeníu í karla og Rússum í kvenna fyrst þær fengu að vera með 😉

Hver er/verður þinn undirbúningur fyrir Ól?

Landsliðsæfing einu sinni í viku og heimastúderingar 🙂

Hefurðu áður teflt fyrir norðan heimskautsbaug?

Neibb 🙂 

Eitthvað að lokum?

 😀