Lenka Ptácnikóvá
Lenka Ptácnikóvá

Það skiptast á skin og skúrir á Ólympíumótinu í Noregi. Íslensku liðin unnu bæði sigra í dag, liðið í opnum flokki gegn sjónskertum og kvennaliðið gegn Bangladess.

Árangur Huginsmanna í 5. umferð var góður, 70% vinningshlutfall og margar fínar skákir litu dagsins ljós; lesendur geta glöggvað sig á þeim hér neðar.

Íslensku sveitirnar eru báðar með 6 stig af 10 mögulegum, sveitin í opnum flokki er í 45. sæti sem stendur og kvennasveitin í 51. sæti.

olympiad-round-5-281
Topalov og Kramnik heilsast aldrei

Ýmislegt vakti athygli í liðinni 5. umferð. Í dæmaskyni má nefna að sterk sveit Bandaríkjanna slapp með skrekkinn gegn nágrönnum sínum í norðri; eftir erfiða umferð tókst þeim að merja jafntefli 2 – 2, eftir að Nakamura gerði jafntefli við 22 ára kanadískan kollega sinn, stórmeistarann Anton Kovalyov (2622). 

Vinirnir Kramnik og Topalov tókust ekki í hendur að vanda. Stuttu eftir upphaf umferðar stóð Kramnik upp og gekk um salinn, mætti þar Magnúsi Carslen og heilsaði honum í staðinn. Magnús varð undrandi í fyrstu en kímdi svo og tók í höndina á honum. Eftir umferðina sagði Magnús aðspurður:

Hann tók í höndina á mér og sagði hæ; mér fannst það fyndið því hann hafði enga sérstaka ástæðu til þess.

Umferð dagsins:

Hjörvar Steinn Grétarsson – IM Yuri A Meshkov (2357) 1 – 0
Þröstur Þórhallsson – FM Oliver Mueller (2312) 1 – 0
WIM Akter Liza Shamima (2147) – Lenka Ptácnikóvá 0 – 1
Hallgerður Þorsteinsdóttir – WIM Rani Hamid (1995) 0,5 – 0,5
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – WFM Sharmin Shirin Sultana